Fréttir

Aðventudagatalið 2019

Aðventudagatal Vatnsnes Yarn 2019

Það eru komin jól, þó það sé bara júlí! Ég legg ekki meira á þig!

Auðvitað eru ekki alveg komin jól, í góða veðrinu þessa daga er sennilega fátt jafn fjarri okkur en blessuð jólin en þau eru samt handan við hornið, amk þegar kona kemst á það stig að finnast alltaf vera kominn 24. desember, bara án þess að hafa blikkað auga.

Nóg um það.

Aðventudagatalið frá Vatnsnes Yarn er núna komið í sölu. Það verður með svipuðu móti og í fyrra, þ.e það kemur í kassa og í kassanum eru 5 einingar, ein fyrir hvern aðventusunnudag og svo ein fyrir aðfangadag. Í dagatalinu verður uppskrift að sjali (prjónað), garnið í sjalið, meira garn til og svo eitt og annað leyndarmál sem ætti að gleðja prjónara og heklara 🙂

Það eru tvær breytingar frá því í fyrra, en það er að í ár geturðu valið litasvið fyrir sjalið sem fylgir og hin nýjungin er að það eru tvær útgáfur í boði.

Aðventudagatal Vatnsnes Yarn 2019

Annarsvegar er Aðventudagatal 2019 (bleika myndin) og hinsvegar Lúxus útgáfa af Aðventudagatalinu 2019 (græna myndin). Munurinn er að í lúxus útgáfunni er lúxusgarn og meira garn. Þar með er ekki sagt að það sé ekki gott garn í venjulega aðventudagatalinu, allt garnið sem ég er með er gæða-garn, þú getur lesið nánar um það hér, ég fór mikinn um garnið sem ég lita og sel 😉

Bæði dagatölin eru á tilboði frá og með núna og þar til garngöngunni í Reykjavík (7.sept) er lokið, s.s frá og með 8. september 2019 er fullt verð. Tilboðs verð fyrir Aðventudagatalið er 21.490 kr (fullt verð er 23.900 kr) og tilboðsverð fyrir lúxusútgáfuna er 35.490 kr (fullt verð 39.900 kr). Sendingarkostnaður er enginn.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *