Fréttir

Einnar hespu gaman

Síðustu tvær vikurnar hef ég verið vinna að smá verkefni sem snýr að hugtakinu “Einnar hespu gaman”.

Það er eitthvað ótrúlega spennandi við einnar hespu gaman. Hvað mun gerast? Nokkuð víst að hægt sé að njóta? Er það hespa sem þú þekkir eða litur sem er gamall vinur, eða jafnvel eitthvað alveg nýtt? Nýr litur? Ný áferð? Ný tilfinning? Allt spurningar sem er ekki hægt að svara nema prufa!

Ég litaði helling! Myndirnar hér að ofan sýna bara brot af því sem er til.

Ég ákvað að lita í bæði þekktum og óþekktum litum fullt af garni sem er í lace, fingering, sport og dk grófleika, mismunandi spunatrefjar, allt frá merinó ull uppí kamel-ull í 50g, 100g, 115g og 150g hespum.

Eitthvað hægt að læra af einnar hespu gamani ? Pottþétt! Öll ný reynsla er þroskandi og gott fyrir sköpunarkraftinn að vinna með nýtt hráefni og/eða takmarkað magn af hráefni. Hér er því kjörið tækifæri til þess að prufa eitthvað nýtt. Kannski lace (mjög fíngert) garn ef þú ert vön/vanur að vinna með gróft garn, eða öfugt. Prufa að nota lit eða liti sem almennt er ekki í litapallettunni sem þú dregst að.

Og, ef þú hefur hingað til sem dæmi bara unnið með eina gerð af garni, hví ekki að prufa Bluefaced Leicester ull, baby alpaca í bland við kasmír og silki eða jafnvel ull af kameldýri ?

Fyrir alla muni er ég ekki að segja að ekki megi prufa fleiri en eina hespu, heldur er lítið til af hverri tegund. Sannkallað einnar hespu gaman 😉

Og hvað er svo hægt að gera úr einni hespu? heyri ég að þú spyrð.

Sem dæmi um það sem er þá núna að finna undir “Einnar hespu gaman“:

  • Tvær 50g hespur í setti, fullkomið í tvílita vettlinga eða húfu
  • Lace garn, ss mjög fíngert garn, 800 – 1200m í 100g hespu. Það er hægt að hafa lace garn með öðru garni ef t.d þú fílar ekki mohair en langar að gera eina af öllum peysunum sem eru með mohair sem aukaþráð. Eða fíngert og glæsilegt sjal!
  • Rest af Bjart yfir jólum litnum, jólaliturinn árið 2020 – alveg raunhæft að byrja á jólasokkum núna 😉
  • 150g hespur.. sannarlega hægt að fá góða stærð af sjali úr 600m af garni
  • MCN Sport – dúnmjúkt – ég á húfu úr því sem ég bara hreint elska!
  • Merino Mohair  (nælonstyrkt) í fingering grófleika… WHAT! sokkar segi ég ! sokkar!

Það er ýmislegt hægt að gera og til þess að auka enn frekar á hugmyndaríkidæmi þitt hef ég tekið saman uppskriftir af Ravelry og pinnað þær á Pinterestið mitt, smelltu hér til að skoða það. 

Það er frí sending ef pöntun fer yfir 8000kr og hægt að fá sent á pósthús, heim eða í póstbox (þar sem Íslandspóstur býður þá þjónustu).

author-avatar

Um Kristínu

handlitari + jarðarberjabóndi + vefhönnuður // listrænn stjórnandi + fjölástríðufullur prjónari // móðir + kona + meyja // þverflautuleikari + tilfallandi klúðrari // fylgjumst að á Insta @vatnsnesyarn

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *