Mér er varla stætt á öðru en að taka afstöðu til myllumerkjanna sem hafa flogið í hæstu hæðir í dag, aðallega #MeToo. Myllumerkin #HöfumHátt, #MeToo og #IWill standa öll fyrir að fólk ætlar ekki að láta bjóða sér hvað sem er og að hverskyns ofbeldi og yfirgangur er ekki málið.

Mér finnst þetta þörf og nauðsyn. Hversvegna ættum við annars að láta bjóða okkur hvað sem er í valdi peninga, stærðar eða fjölda? Afhverju á einn að geta valsað um og eyðilagt annan eins og það sé bara eðlilegt? Ég er auðvitað fjúríös.

Ég stóð við pottana um helgina og var að láta hugan reika um nöfn á litina sem uppúr þeim komu og hef ákveðið að nefna tvo þeirra annarsvegar #HöfumHátt og hinsvegar #MeToo.

#MeToo er sterkur vínrauður litur með mikla dýpt.

#HöfumHátt er ljós, en samt mjög lifandi grænn með sterk-bláum flötum og appelsínugulum og bleikum skellum hér og þar. Mér finnst hann vera talandi dæmi um að hafa hátt, en vera samt yfirvegaður.

Bæði #MeToo og #HöfumHátt fást í augnablikinu á Super Lush Sock sem er blanda af merínóull og silki. Gjörsamlega algjörlega geggjað garn. Eitt af mínum uppáhalds. Á næstu dögum verður hann í boði á öllum garngerðum.

#IWill

Myllumerkið #IWill var sett fram sem áskorun á fólk að láta sig kynferðisofbeldi varða, að sitja ekki hjá og finna til eina aðgerð sem maður ákveður að gera til að berjast á móti kynferðislegu ofbeldi og -áreiti.

Mitt #IWill er að opna línu á milli mín og þín þar sem við getum saman styrkt Stígamót. Stígamót eru grasrótarsamtök sem berjast gegn kynferðisofbeldi og veita aðstoð fyrir fólk sem hefur verið beitt kynferðisofbeldi. Persónulega finnst mér mikilvægt að hér sé talað um fólk, en ekki bara annað kynið.

Smá frá mér, smá frá þér og frí sending

Það sem eftir lifir af október mun ég láta hluta af allri sölu renna til Stígamóta og þú getur valið að styrkja Stígamót um 500 – 5000 krónur og færð fría sendingu í kaupbæti. Gildir af öllu garni. Til þess að styrkja velur þú upphæð sem þú vilt styrkja um, um leið og þú velur þér garn og notar kóðann METOO í greiðsluferlinu til þess að fá fría sendingu*.

Allir sem ákveða að styrkja fá skilaboð þegar styrkurinn hefur verið afhentur.

Allir saman nú! Þetta skiptir máli!

*Gildir á Íslandi, sorry

Það er Kristín sem ritar - lýsandi stikkorð:

handlitari + vefhönnuður + útgefandi // listrænn stjórnandi + fjölástríðufullur prjónari // þverflautuleikari + tilfallandi klúðrari // fylgjumst að á Insta @vatnsnesyarn.kristin

Leave A Comment

Fleiri bloggpóstar