Það verður leyniprjón. Já, ég sagði það, það verður leyniprjón!

„Hvað ef er sameiginlegt verkefni Eddu í Garnbúð Eddu og Arndísar Arnalds. Arndís fékk hugmyndina að sjalinu á tónleikum með GDRN og því heitir sjalið “Hvað ef” sem er eitt af uppáhalds lögum Arndísar með henni. Hægt er að velja um tvær gerðir annarsvegar sjal og hinsvegar trefil. „

Til þess að vera með: Maður kaupir bara uppskriftina á Ravelry

Framkvæmd:
Gefnar verða út fjórar vísbendingar með c.a. viku millibili.

Fyrsta vísbending og uppfitjipartý (stafrænt eða lífrænt): 7. apríl
Önnur vísbending: 11. apríl
Þriðja vísbending: 18. apríl
Fjórða vísbending: 25. apríl

Garn: Í uppskriftinni er notað BFL Fingering frá Vatnsnes Yarn sem er í fingering grófleika, en það er auðveldlega hægt að nota hvaða garn í fingering grófleika sem er.

Það væri einnig hægt að nota eftirfarandi:

Ef þú vilt panta 50g hespu í verkefnið þá má finna þær hér.

Hvað þarf að hafa í huga þegar litir eru valdir?
Gert er ráð fyrir þremur litum. Sjalið nýtur sín best í sterkum fallegum litum sem gætu líka notið sín einir og sér. Mælt er með að nota liti sem eru ekki mjög líkir en fara samt vel saman. Í tillögunum hér að neðan má sjá mismunandi liti setta saman, gjarnan einn ljós hafður með tveimur dekkri. Þessi ljósi getur verið 50g hespa, þ.e það þarf minnst af honum.

Það er hinsvegar ekki gert ráð fyrir miklum afgöngum þegar búið er að prjóna sjalið. Ef þú ert lausprjónari þá er mælt með heilli hespu af lit 1 (100g hespa í stað 50g hespu eins) eða tvær dokkur af hinum tveimur litunum.

Prjónastærð: 3.5mm og 4.0mm hringprjónar a.m.k. 80cm langir.

Hér eru nokkrar hugmyndir að litasamsetningum

-smá bilun, ekki hægt að sýna myndirnar-

Svo er endilega og um að gera að fara á Fésið og kíkja á viðburðinn tengdan þessu: https://www.facebook.com/events/924285778041550

Er ekki núna bara hálf yndilsegt að geta verið í fjar-samskiptum við fólk á samfélags- og samskiptamiðlum ♡

Vatnsnes Yarn er á Instagram, YouTube og Facebook, Garnbúð Eddu á Facebook og Instagram og Arndís líka, á Instagram

Það er Kristín sem ritar - lýsandi stikkorð:

handlitari + vefhönnuður + útgefandi // listrænn stjórnandi + fjölástríðufullur prjónari // þverflautuleikari + tilfallandi klúðrari // fylgjumst að á Insta @vatnsnesyarn.kristin

2 Comments

  1. Ásdís Styrmisdóttir 25. mars 2020 at 11:54 - Reply

    Hvernig panta ég garnið hefði á huga á „Að vera eða ekki “ Burdox er búin að kaupa uppskriftina.

Leave A Comment

Fleiri bloggpóstar