Jólalitur! Hann heitir Jólahjól eftir uppáhalds jólalaginu mínu (og svo kann að vera að ég hafi verið og jafnvel sé enn, svolítið skotin í Stebba Hilmars.. ekki segja samt). Reyndar eru líka í uppáhaldi hjá mér öll Baggalúts jólalögin. Jólaliturinn í ár er nammilitur, minnir helst á svona röndóttan jólasveinastaf eða glitrandi jólaskraut.

Ég er byrjuð að prjóna jólasokkana úr honum, valdi að hafa rautt stroff, hæl og tá, svona í fyrsta kasti, það getur verið að ég hafi kannski grænan hæl. Kannski voga ég mér að setja mér markmið um að vera í þeim á aðfangadag :)

Jólaliturinn í ár er á BFL Nylon Sock sem er að koma fantavel út í sokkaprjóni.

Það er Kristín sem ritar - lýsandi stikkorð:

handlitari + vefhönnuður + útgefandi // listrænn stjórnandi + fjölástríðufullur prjónari // þverflautuleikari + tilfallandi klúðrari // fylgjumst að á Insta @vatnsnesyarn.kristin

Leave A Comment

Fleiri bloggpóstar