Litir2018-07-10T08:53:18+00:00

Vatnsnes Yarn litirnir

Allt garn frá Vatnsnes Yarn er handlitað með að markmiði að framkalla hinn fullkomna lit 😉 Þeir litir sem standast prófið fá nafn, þeim komið fyrir hér á síðunni og þá er hægt að panta á öllum þeim garntegundum sem í boði eru hjá Vatnsnes Yarn hverju sinni.

Sumir litir fá einkennið “takmarkað magn” eða það sem nýrra er, þeim er bætt í seríuna “Unique – “. Þá liti er í flestum tilfellum ekki hægt að fá nema í því magni og á því garni sem upphaflega var litað. Það garn er tilbúið til afhendingar og er venjulega að finna á markaðnum.