Fréttir

Regnboginn

Algjörlega búin að vera hugfangin af regnboganum undanfarnar vikur. Pældu hvað hann er ótrúlega fallegt fyrirbrigði í náttúrunni og töfrandi þó það séu vísindalegar staðreyndir á bakvið afhverju hann birtist. Ligg á góflinu, svo hrifin!

Svona garn er búið að vera í sölu í Garnbúð Eddu og hún prjónaði þessa ótrúlega sætu barnapeysu.. sjáðu tölurnar! ég bilast! Uppskrift á Ravelry, peysan heitir Eole.

Nú er það komið hér á vefinn og hægt að panta 🙂 Nokkrar “unique” útgáfur sem eru ekki ss litur með nafn og líklega ekki gerður aftur en líka nýjir litir eins og Regnbogi og Glitský.

author-avatar

Um Kristínu

handlitari + jarðarberjabóndi + vefhönnuður // listrænn stjórnandi + fjölástríðufullur prjónari // móðir + kona + meyja // þverflautuleikari + tilfallandi klúðrari // fylgjumst að á Insta @vatnsnesyarn

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *