Fréttir

Síðustu forvöð að nota Fibreshare kóðann

Ég tók þátt í Fibreshare yfir Instagram núna í febrúar. Það gengur útá að maður skráir sig til leiks og fær svo úthlutað tveimur vinum, öðrum þeirra á maður að senda garn eða einhvern þráð, eftir því hvar áhugi vinkonunnar liggur og hinum fær maður frá. Ég er búin að senda mínum garnvini og er spennt að vita hvað ég síðan fæ frá henni sem ég var pöruð saman með, hún er líka handlitari, afar spennandi og skemmtilegt að taka þátt í svona.

Í tengslum við þetta er mér sem handlitara og garnsala boðið að bjóða mínum viðskiptavinum afslátt út febrúar, sama hvort þeir taka þátt í Fibreshare eða ekki. Það er ss 15% afsláttur af öllu nema útsöluvöru og hjálpartækjum prjónalífsins akkúrat núna, afslátturinn gildir til enda 28.febrúar en þá líkur Fibreshare leiknum. Þannig að þangað til á miðnætti þann 28.febrúar þá getur þú notað kóðann SHAREYARNMAKEFRIENDS í greiðsluferlinu hér á www.vatnsnesyarn.is og fengið 15% afslátt! Þú getur annars líka skoðað vef Firbreshare og séð alla sem bjóða afslátt, helllllingur af garni og allskonar 🙂

Eitt mikilvægt praktískt atriði:

Allt sem er pantað fyrir miðnætti á 28.febrúar úr Markaðnum verður sent af stað daginn eftir, eða þann 1.mars, allt annað verður litað og sent af stað í vikunni eftir 10. mars. Ég fer á ferðalag í næstu viku en vildi endilega gefa ykkur tækifæri á að nýta kóðann.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *