Fyrir nokkru fékk ég í hendur eitt unaðslegasta garn, já.. leyfi mér að fara bara alveg þangað – U N A Ð U R – sem ég hef á ævi minni komist í tæri við. Maður lifandi! Garnið er spunnið úr silki (69%) og mohair (22%) og styrkt með polyamide (9%). Ég prjónaði prufu, sem sést á myndunum á prjóna númer 4.0mm og notaði litina Gull í mund (gyllti liturinn), Silfru (ljósgrái) og In between (dökkgrái). Allt í góðu að nota stærri prjóna ef maður er að prjóna gisið prjón og alveg hægt að fara niður í 3.5mm fyrir þéttara prjón, eða hekl.

 Ég er ekki bara hrifin af garninu heldur líka þessum litum saman. Svolítið skemmtilegt að þegar garnið er í hespunni er það liðað en alveg slétt síðan þegar það er prjónað. Það eru 350m á 100g hespu sem gerir að það er einhversstaðar á milli fingering og DK grófleika. Hef ákveðið að lýsa því sem grófum fingering grófleika til DK grófleika. Ég er að nota sömu prjónastærð á þetta garn og Merino DK (fyrrum Superwash DK) garnið mitt, þannig að þó svo að það séu nett fleiri metrar á 100g hespunni heldur en á DK garninu þá hallast ég meira að því að þetta sé DK grófleiki frekar en fingering.. en semsagt, einhversstaðar þarna á milli.

Garnbúð Eddu, ein af garnbúðunum sem selur Vatnsnes Yarn, átti eins árs afmæli 3. febrúar síðastliðinn. Edda fékk Silk Cloud til sölu og það bókstaflega rauk út hjá henni. Ég er búin að sjá geggjaðan hálskraga úr þessu garni hjá Fríðu (@fridaag á Insta hún prjónaði 3 Color Cashmere Cowl eftir Joji Locatelli) og ef þið fylgið Eddu Lilju í Garnbúð Eddu á Instagram (@garnbud_eddu) þá er hún að prjóna Korter í jól sjalið úr því, kemur æðislega út, sjáðu bara, það er ljósi liturinn:

Það er þá hér með gert opinbert að núna getur þú pantað Silk Cloud garnið í hvaða lit sem þér líst vel á :)

Það er Kristín sem ritar - lýsandi stikkorð:

handlitari + vefhönnuður + útgefandi // listrænn stjórnandi + fjölástríðufullur prjónari // þverflautuleikari + tilfallandi klúðrari // fylgjumst að á Insta @vatnsnesyarn.kristin

Leave A Comment

Fleiri bloggpóstar