Það sem er mikilvægast

Sköpunargleðin

Það sem er mikilvægast fyrir mig að rækta og taka í sátt er sköpunarþörfin.

Það er þessi sem keyrir mig áfram í að framkvæma hugmyndir mínar, óhrædd.

“Markmið mitt með því að hanna liti og litasamsetningar og koma þeim í form á garni er að færa prjónurum og heklurum einstakan, gæða efnivið í næsta verkefni.”

Kristín Guðmunds

Listrænn stjórnandi og einráður hjá Vatnsnes Yarn

Ég heiti Kristín Guðmundsdóttir og er, eins og margir, með æði fyrir garni. Ég lærði að prjóna í grunnskóla. Því miður fylgir því ekki rómantísk nostralgíu tilfinning þar sem A) kennarinn var á „fljótandi fæði“ og reykti eins og skorsteinn, andfúl með eindæmum, og B) ég man mjög greinilega eftir að hafa sest á títuprjón sem einhver óprúttinn aðili hafði fest þannig í stólinn að hann stóð upp.

Það var verra að taka hann úr heldur en að setjast á hann get ég sagt þér.

Ég greip í prjónana í fyrsta skipti fyrir einhverja alvöru árið 2001 þegar ég var ófrísk af fyrsta barni. Ég kom svo ekki við þá aftur fyrr en árið 2005 þegar ég var ófrísk af 3 barni. Að prjóna er eitt af því sem ég nýt best að gera.

Fyrst prjónaði ég alltaf úr íslensku ullinni. Ég er mjög hrifin af henni, en ég er ekki minna hrifin af bandi sem inniheldur mjúka merínó ull, eða einhverja undraverða blöndu af þræði eins og merínó ull, silki, kasmír og alpaca. Ekki síðri er tilfinningin við að sjá hvernig mismunandi þræðir taka við lit.

Lita upplausnirnar sem ég nota blanda ég sjálf eftir eigin reikniformúlum, en litirnir eru bæði vatnsfastir og ljósfastir.

Starfskraftar

Kona með marga hatta

Kristín

Listrænn stjórnandi

Kristín

Handlitari

Kristín

Markaðsdeild

Kristín

Samfélagsmiðladeild

Kristín

Bókhald

Kristín

Verslunarstjóri

Kristín

Framleiðsla

Kristín

Vöruþróun