::Angel DK

Angel DK

4.200 kr.

Er á lager (hægt er að leggja inn biðpöntun)

Silkimjúkt, létt, hlýtt eru allt orð sem hægt er að nota til þess að lýsa eiginleikum þessa garns. Baby alpakka, silki og kasmír, kallar hreinlega á grófprjónað sjal, trefil, ponsjó, “slouchy” húfu eða peysu.


Garn:70% Baby alpakka + 20% silki + 10% kasmír
Þyngd: 100g
Lengd: 225m
Uppbygging: 4ply / DK/worsted
Tillaga að prjóna/nála stærð:  4.5mm – 6.0mm
Þvottaleiðbeiningar: Handþvottur uppúr volgu/köldu vatni. Leggið flatt til þerris.

Vinsamlega hafið í huga að þetta garn er í flestum tilfellum handlitað eftir pöntun. Það tekur oftast um 7 daga að vinna garnið og koma því í sendingu. Ef garn er í biðpöntun má reikna með allt að 3 vikum.

Vörunúmer: ANGELDK-E Flokkar: , , Merki: , , ,

Upplýsingar

Athugasemd um handlitað garn:

Hankar af handlituðu garni, vegna eðlis handlitunar ferlisins, geta haft örlítinn sýnilegan litamun, jafnvel þó hankarnir séu litaðir í sömu lotu. Þessvegna, mæli ég með að ef keyptir eru fleiri en einn hanki sem eiga að vera í sama verkefninu, að prjónað sé úr hönkunum til skiptis.

Einnig má geta þess að allar samsetningar af þræði grípa lit ekki eins, svo um nettan  litamun milli gerða af garni gæti verið að ræða.

Ég hef gert mitt besta til þess að birta liti garnisins sem réttastan, í þessari vefverslun. Ég get því miður ekki ábyrgst að skjár tölvunnar þinnar muni birta hinn rétta lit.

 

Umsagnir

Engar umsagnir komnar

Einungis innskráðir viðskiptavinir sem hafa keypt vöruna geta skrifað umsögn