Baby Njála

1.000 kr.

Njálu barnapeysan er innblásin af sjalinu Njála. Hugmyndin er að hægt sé að gefa heimfaragjafir í stíl, barna peysu handa barninu og sjal handa mömmunni sem má ekki gleymast.

Peysan er prjónuð að neðan og upp. Bolurinn er prjónaður fram og til baka. Ermar eru prjónaðar í hring að handvegi eru lykkjur af ermum og bol sameinaðar á einn prjón og axlastykkið prjónað í hring með laskaúrtökum.

Upplýsingar:

Garn: Þú getur notað hvaða garn sem er í fingering grófleika. Getur skoðað hér allt garn í fingering grófleika frá Vatnsnes Yarn.

Garnmagn í uppskrift:

  • Litur A = 230 (250, 260, 290) m
  • Litur B = 40 (45, 45, 50) m
  • Litur C = 40 (45, 45, 50) m
  • Litur D = 40 (45, 45, 50) m

Grófleiki garns: Fingering grófleiki
Prjónfesta: 28 L = 10 cm og 32 umf = 10 cm í sléttuprjóni 24 L = 10 cm og 32 umf = 10 cm í dýfðu lykkjumunstri
Prjónar: 4.0 mm hringprjónn, amk 80 cm
Önnur áhöld: Java nál, 4 stk prjónamerki, hjálparnælur eða auka band, 5 tölur c.a 12 mm í þvermál.
Stærðir: 3-6 (6-9, 9-12, 12-18) mánaða

Vörunúmer: BABY-NJALA Flokkar: ,

Þessa uppskrift færð þú á pdf skjali í tölvupóstfangið sem þú gefur upp við kaup. Þegar þú skráir þig sem notanda á www.vatnsnesyarn.is geturðu alltaf skráð þig þar inn aftur til þess að sækja uppskriftina og hefur yfirlit yfir kaup þín. Engar persónulegar upplýsingar sem gefnar eru upp við kaup eru notaðar í neinum tilgangi nema til þess að senda uppskriftina. Netfang er ekki sjálfkrafa sett á fréttabréfslista Vatnsnes yarn, en þú getur skráð þig á listann hér ;)

Uppskriftin er til einkanota, þ.e henni má ekki deila undir neinum kringumstæðum.

Aðferð

Gerð

Stök uppskrift

Hönnuður

Tegund