Um handlitað garn:
Vegna eðlis handlitunarferlisins getur þú upplifað örlítinn sýnilegan litamun, jafnvel þó hespurnar séu litaðar í sömu lotu. Þessvegna mæli ég með að ef keyptar eru fleiri en ein hespa sem eiga að vera í sama verkefninu, að prjónað sé úr þeim til skiptis. Ég vona að þú kunnir einnig að meta fegurðina í því að vera með einstakt garn í höndunum.
Um ferlið:
Vinsamlega hafðu í huga að það tekur oftast um 7 daga að vinna garnið og koma því í sendingu. Ef garn er í biðpöntun (ef það hefur ekki verið til á lager) má reikna með allt að 3 vikum. Tilbúið garn er til sölu í Markaðnum og fer í póst næsta virka dag.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar