Podcast

Vatnsnes Yarn podcast :: E06 :: Ekkert skrítið í gangi

Þáttur númer 6 af podcastinu mínu er kominn í loftið. Getur horft á hann á YouTube rásinni minni. Þar fer ég yfir það sem ég hef klárað síðan síðast, sem eru tvær húfur og svo tala ég um það sem ég er að vinna að, s.s ekkert skrítið í gangi í þessum þætti.. þannig. Fer aðeins yfir hvað lítur út fyrir að vera á dagskránnig í garnheimum, hinar og þessar prjónaveislur útum allt land og fleira og fleira.

Það sem ég nefni í þættinum er eftirfarandi:

KLÁRUÐ VERKEFNI

♥️

Kobuk húfa frá Boyland Knitworks

Garnið sem ég er að nota er Merino DK frá Vatnsnes Yarn og liturinn Urð og grjót

♥️

Húfan sem ég er að hanna, nota orðið “hanna” hér lauslega 😉

Garnið sem ég er að nota í hana er Merino DK frá Vatnsnes Yarn og liturinn Walk in the Woods (og smá af Lighthouse)

VERK Í VINNSLU

♥️

Kragi, eða strokkur, sem heitir The Snuggle is Real eftir Maxim Cyr

Garnið sem ég er að nota er Merino DK frá Vatnsnes Yarn og amk liturinn Var hann að vaga  ekki búin að ákveða hvaða litur verður þarna með, nú eða litir.

♥️

Weekender Sweater eftir Andrea Mowry

Garnið sem ég er að nota í þessa peysu heitir True Merino Aran (frá Vatnsnes Yarn) og einhver sull litur, nánar um það í podcastinu 😉

♥️

Síðast en ekki síst hin yndisfagra Sorrel peysa eftir Wool and Pine

Þar er ég að “fade-a” 4 nýja liti saman. Þessa hér fyrir neðan. Þeir heita Now I get it (ljósasti), Önnur saga, Balance og Allt um kring (dekksti).

Og nota svo Now I get it í Mohair Lace (72% mohair + 28% silki) með.

♥️

SAMPRJÓN OG LEYNIPRJÓN

Ég nefni í podcastinu samprjónið “Fyrir mömmu” en þar gef ég verðlaun sem eru 10 mini-hespur og geggjaður lífrænn handáburður, hvorttveggja ofaní verkefnapoka. Samprjónið byrjaði 2. febrúar og stendur til 2. mars. Hægt að vera með í því hér. Uppskriftina að sjalinu er bæði hægt að kaupa á Ravelry og hér á vefnum.

Einnig nefndi ég leyniprjón sem verður um páskana á vegum Eddu í Garnbúð Eddu og Arndísar Arnalds. Ég hef verið að setja saman liti í samráði við þær undanfarið og lita í prufur. Sérlega skemmtilegt. Fylgist með Facebook síðu Garnbúðar Eddu og Instagramminu hennar fyrir upplýsingar.

SHOP UPDATE

Í þetta skiptið litað ég Tweed DK garn í 7 litum og helling af Mohair Lace garni. Hér er úrval af Tweed DK garninu.

Mohair Lace

Töluvert fleiri liti litaði ég á Mohair Lace. Mohair Lace garnið er blanda af fíngerðri mohair ull og silki. Silkimagnið er alveg 28% svo það er góður skínandi í garninu, um leið og það er yndislega fluffy og mjúkt og úfið.

author-avatar

Um Kristínu

handlitari + jarðarberjabóndi + vefhönnuður // listrænn stjórnandi + fjölástríðufullur prjónari // móðir + kona + meyja // þverflautuleikari + tilfallandi klúðrari // fylgjumst að á Insta @vatnsnesyarn

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *