Prjónaskammstafanir

Hér eru töflur með þýðingum á prjónaskammstöfunum bæði á íslensku og ensku. Engin af töflunum sem hér fer á eftir er tæmandi og skammstafanir eru ekki allstaðar eins. Ég tek gjarnan á móti fleiri skammstöfunum í gegnum tölvupóst.

 

Prjónaskammstafanir á íslensku

 

Skammstöfun Lýsing Skammstöfun Lýsing
[  ] Vinnið eftir leiðbeiningum innan hornklofanna eins oft og uppskrift segir til um. (  ) Vinnið eftir leiðbeiningum innan sviganna eins oft og uppskrift segir til um.
* Endurtakið leiðbeiningar í uppskrift sem koma á eftir stjörnunni. * * Endurtakið leiðbeiningar í uppskrift milli stjarna eins oft og upp er gefið.
Tommur / þumlungur (2,54cm) cm/sm Centimetrar / sentímetrar
m Metrar mm Millimetrar
S / M / L Small / Medium / Large : stærðir L Lykkja
prj. Prjónið / prjónn sl slétt
br brugðið umf. Umferð
ent. endurtakið

 

Prjónaskammstafanir þýddar úr ensku yfir á íslensku

 

Skammstöfun Lýsing Skammstöfun Lýsing
[  ] Vinnið eftir leiðbeiningum innan hornklofanna eins oft og uppskrift segir til um. (  ) Vinnið eftir leiðbeiningum innan sviganna eins oft og uppskrift segir til um.
* Endurtakið leiðbeiningar í uppskrift sem koma á eftir stjörnunni. * * Endurtakið leiðbeiningar í uppskrift milli stjarna eins oft og upp er gefið.
Tommur / þumlungur (2,45cm) alt (alternate) Skiptast á (td önnur hvor)
approx (aproxemately) Um það bil beg (beginning) Byrjun / byrja
bet (between) Á milli BO / CO (bind off / cast off) Fella af
CA (color A) Litur A CB (color B) Litur B
cn (cable needle) Kaðla prjónn / hjálpar prjónn CC / c (contrast color) Andstæður litur
cd inc (central double increase:)  Prj. sl. í aftara og fremra band lykkju. Taka upp snúna sl lykkju á röngu með prjóni vinstri handar aftan í bandið fyrir neðan nýju lykkjurnar tvær. Mb (make bobble) Prjóna hnút
cm Sentimetrar CO (cast on) Fitja upp
dpn (doubl pointed needle) Sokkaprjónar cont (continue) Haldið áfram
M1 (Make 1) Prjóna eina lykkju dec (decrease) Úrtaka
fl (front loop) Fremra band M1 p-st Prjóna eina lykkju brugðið
lp(s) Lykkja(ur) foll (follow, following) Sem kemur á eftir/næst
LH (left hand) Vinstri hönd kwise Framkvæma eins og slétt prjón (t.d taka eina óprjónaða eins og hún væri prjónuð slétt)
g Grömm k2tog Prjóna tvær sléttar saman
inc (increasing) Útaukning k eða K Slétt prjón
m Metrar MC (main color) Aðallitur
mm Millimetrar oz Únsur (mælieining)
p eða P brugðið pat(s) or patt (pattern) Uppskrift/ir
pop Poppkorn (spor) pm (place marker) Setja prjóna/hekl merki
prev (previous) Fyrri rem (remaining) Eftir/ sem eru eftir
rep (repeat) Endurtekning(ar) rnd(s) / row(s) Umferð(ir)
RS (right side) Réttan psso (pass slip stitch over) Steypa óprj. lykkju yfir
p2tog Prjóna tvær brugðnar saman sk (skip) Sleppa / hoppa yfir
skp / skpo (slip 1, knit 1, pass slip stitch /over) Taka óprj, prj. sl, steypa óprj. yfir (úrtaka um 1 lykkju) sk2p (slip 1, knit 2, pass slip stitch over) Taka óprj., prj. 2sl saman, steypa óprj. yfir  (úrtaka um 2 lykkjur)
sl (slip stitch) Taka óprjónaða sl1k Taka óprónaða slétt
sl1p Taka óprjónaða brugðið sl st / ss Taka óprjónaða
ssk (slip, slip, knit) Taka tvær L óprj. og prjóna þær svo sl. sssk (slip, slip, slip, knit) Taka þrjár L óprj. og prj. þær svo sl.
pwise  Framkvæma eins og brugðið prjón (t.d taka eina óprjónaða eins og hún væri prjónuð brugðin) sp(s)  Bil
st(s) (stitch) Spor rev St st Slétt prjón afturá bak
tbl (through back loop) Gegnum aftara band tog (together) Saman
wiyb Með garn fyrir aftan RH (right hand) Hægri hönd
wyif Með garn fyrir framan yrn Garn um nál
yfwd Garn fyrir framan, slá uppá prjóninn WS (wrong side) Rangan
yo (yarn over) Slá bandi uppá/yfir prjón eða nál yd(s) (yards) Stika(ur) (mælieining)
yon (yarn over needle) Slá bandi uppá prjón

 

Ýmis önnur orð sem gjarnan eru notuð í prjónauppskriftum, úr ensku yfir á íslensku

 

Skammstöfun Lýsing Skammstöfun Lýsing
armhole Handvegur back Bakstykki/bak
back neck Hálsmál að aftan buttonhole Hnappagat
cardigan Hneppt eða rennd peysa chart Mynsturmynd / uppskrift með táknum
collar Kragi edge to edge Brúnir saman
fairisle technique Tvíbandaprjón front Framstykki
front neck Framstykki að framan garter stitch Garðaprjón
gauge Prjónfesta / prjónþensla hemline Faldlína
intarsia technique Myndprjón Making up Frágangur
Moss stitch Perluprjón Neck band Hálslíning
Rib Stroff Shoulder Öxl
Sleeve(s) Ermi / ermar Tension Prjónfesta / prjónþensla
Times Sinnum (hve oft) Yoke Berustykki