Merino Silk Yak DK

Með öllu gordsjöss! Merino ull, silki og jakuxa ull er svakaleg blanda og algjört lúxusgarn. Þetta band hangir með eindæmum vel þegar prjónað hefur verið úr því, er skínandi fagurt, mjúkt og yndislegt í peysur, húfur, vettlinga, djúsí sjöl og trefla. Grunntónninn í ólituðu bandinu er mun dekkri heldur en á t.d hreinni merínó ull, en brúnn undirtónninn gefur öllum litum góða dýpt og á móti kemur silkið og gefur garninu fallegan skínanda.

Silk Cloud

Silk Cloud er glimmrandi gott band í fingering/sport grófleika. Mjúkt og skínandi fallegt.

Merino Silk Fingering

Merino Silk Fingering er algjörlega dásamlegt lúxusgarn. Það er spunnið úr fínni merínó ull og silki, til helminga. Áferðin er skínandi og viðkoman undurmjúk. Hentar einstaklega vel í flíkur sem liggja eiga næst húðinni ásamt því að vera hið fullkomna lúxus sjalagarn. Garnið hefur mjög fallegan hrynjanda og liggur afar vel.

Merino Silk Lace Sparkle

Merino Silk Lace Sparkle er glimmrandi gott lace/fis band. Það er fíngert, mjúkt og skínandi fallegt. Skínandi fegurðina gefur silkið og ekki skemmir silfurþráðurinn fyrir, en hann er ekki mjög ýktur, glimmerar hæfilega. Frábært með öðru garni og einnig frábært í áferðar kontrast.

Merino Silk DK

Merino Silk DK er með öllu gordsjöss! Merino ull og silki til helminga gerir garnið að algjörum lúxus. Það hangir með eindæmum vel, er skínandi fagurt, mjúkt og yndislegt í peysur, húfur, vettlinga, djúsí sjöl og trefla.

BFL Delish

BFL Delish er mjúkt og endingargott lúxusgarn í fingering grófleika. Bluefaced Leicester ullin er bresk ull sem notið hefur vaxandi vinsælda, er bæði mjúk og endingargóð. Til þess að bæta á mýktina hefur kasmír ull verið spunnið saman við og einnig silki, sem gefur yndislega fallegan gljáa. Þetta garn er hægt að nota í hvað sem er, einnig sokka sé prjónað í þéttri prjónfestu.