frá mér til þín

Pöntun send á pósthús eða heim að dyrum

Greiddar vörur eru sendar með Íslandspósti. Í þeim póstnúmerum sem heimkeyrsla er í boði, er hægt að velja á milli þess að fá pöntunina senda heim að dyrum eða fá hana senda á pósthús.

Allar sendingar eru rekjanlegar. Þú getur óskað eftir skráningarnúmerinu hjá mér, svo þú getir fylgst með sendingunni. Vert er að taka fram að almennt tekur um 7 daga að vinna garnið, sem í flestum tilfellum er litað eftir pöntun og koma því á pósthús. Ef garn er í biðpöntun má reikna með allt að 3 vikum. Ég get því miður ekki ábyrgst nein póstburðarvandræði hjá Íslandspósti.

Sækja pöntun:

Þú getur komið og sótt pöntunina til mín, annaðhvort að Reykjaskóla í Hrútafirði eða að Höfðabraut 6, Hvammstanga. Það hentar vel ef þú vilt spara sendingarkostnaðinn og ert á þessu svæði eða í þann mund að koma hingað eða keyra framhjá. Sendu mér línu á kristin@vatnsnesyarn.is eða skrifaðu skilaboð í þar til gerðan reit í pöntunarferlinu og við finnum góðan tíma.

Pöntun afhent á heimilisfangi eða vinnustað

Ef þú ert slíkur lukkunnar pamfíll að búa í póstnúmeri 530 eða vinna þar, kem ég með pöntunina til þín. Það meikar auðvitað engan sens að borga póstburðargjald þegar það tæki mig jafnlangan tíma að skutla pöntuninni á pósthúsið og til þín #lífiðÚtiÁLandi.

Sending án endurgjalds

Fríar sendingar eru almennt í boði í tengslum við tilboð, þá sendi ég tilboðskóða út, oftast fyrst til þeirra sem skráðir eru á póstlistann hjá mér. Þú getur skráð þig fyrir fréttabréfinu hér.