Sendingarmáti

Pöntun send á pósthús eða heim að dyrum

Greiddar vörur eru sendar með Íslandspósti. Í þeim póstnúmerum sem heimkeyrsla er í boði, er hægt að velja á milli þess að fá pöntunina senda heim að dyrum eða fá hana senda á pósthús.

Allar sendingar eru rekjanlegar. Vert er að taka fram að sé garn litað eftir pöntun tekur almennt um 7 daga að vinna garnið og koma því á pósthús. Garn sem er tilbúið sem og allt sem skráð er undir „Hjálpartæki prjónalífsins“ eru sendar af stað næsta mögulega dag. Niðurhlaðanlegar vörur, eins og uppskriftir ættu að berast samstundis með tölvupósti.  Ef garn (ss garntegund er ekki til á lager hjá mér) er í biðpöntun má reikna með allt að 3 vikum. Ég get því miður ekki ábyrgst nein póstburðarvandræði hjá Íslandspósti.

Sækja pöntun:

Þú getur komið og sótt pöntunina til mín á Hvammstangabraut 7, 530 Hvammstanga. Það hentar vel ef þú vilt spara sendingarkostnaðinn og ert á þessu svæði eða í þann mund að koma hingað eða keyra framhjá. Sendu mér línu á kristin@vatnsnesyarn.is eða skrifaðu skilaboð í þar til gerðan reit í pöntunarferlinu og við finnum góðan tíma.

Pöntun afhent á heimilisfangi eða vinnustað

Ef þú ert slíkur lukkunnar pamfíll að búa í póstnúmeri 530 eða vinna þar, kem ég með pöntunina til þín. Það meikar auðvitað engan sens að borga póstburðargjald þegar það tæki mig jafnlangan tíma að skutla pöntuninni á pósthúsið og til þín #lífiðÚtiÁLandi.