Umferðaspilið
2.990 kr.
Þetta er Umferðaspilið.
Spilið er hið mesta þarfaþing þegar samviskusemin ætlar yfir allt að ganga. Þú getur spurt JÁ/NEI teninginn hvort það sé ekki bara í lagi að byrja á nýju verkefni eða hvort það sé ekki í lagi að þú prjónir dulítið lengur og einhver annar taki uppvaskið.
Umferðateningurinn ræður hvað þú mátt taka margar umferðir áður en þú lætur undan samviskunni og ferð í þvottafjallið eða að sofa því klukkan er þegar orðin 03.
Þetta er líka hin besta gjöf til allra sem elska garn!
Í pokanum eru leiðbeiningar með spilinu og tveir teningar.
18 stk til
Vörunúmer:
UMFERDASPILID
Flokkar: Eitt & Annað, Flutningur, Gjafahugmyndir, Hjálpartæki
Um Vatnsnes Accessories:
Vatnsnes Accessories eru hjálpartæki, verkefnapokar og ýmislegt skemmtilegt, framleitt af okkur hjá Vatnsnes Yarn.
Hjálpartæki |
---|