Vatnsnes Yarn – handlitað garn

Óhindruð uppspretta innblásturs og sköpunargleði

Pakkar

Stundum þarf bara smá hjálp við að finna rétta garnið í næsta verkefni og þessvegna hef ég hef tekið saman fyrir þig garn samsetningar fyrir hinar ýmsu uppskriftir. Það er smávegis afsláttur af þessum pökkum.

Sokkasnákar

Sokkasnákar er hólkur prjónaður í handknúinni sokkaprjónavél. Ég er með snáka úr Perfect Sock, Merino Nylon Sock og BFL Nylon Sock.

Hægt er að prjóna við sokkasnákinn stroff, hæl og tá með afgöngum af öðru garni í fingering grófleika eða rekja til baka sokkasnákinn um áætlaðan fjölda umferða í hæl tá og stroff og voila! Það er kominn sokkur.

Alpaca Silk Lace

Þetta handlitaða garn er í lace grófleika og er ekki superwash meðhöndlað. Hver hespa er 50g og 300m. Þetta er sannkallað lúxusgarn sem þarf að komast í eitthvað alveg sérstakt verkefni eða á gull-hilluna í stassinu þínu.

Alpaca Chunky

Hvað er hér á ferðinni!?! Jú. Þetta er sannkölluð veisla sem samanstendur af mjög fínni alpaca ull og hálanda ull. Þetta garn er í chunky grófleika, eða grófband.  Alpaca Chunky er ekki superwash meðhöndlað.

Til þess að svara spurningunni sem ég veit að þú ert að velta fyrir þér, þá er hægt að nota þetta garn í bara hreint allskonar, skoðaðu Pinterest borðið sem ég bjó til með nokkrum hugmyndum.

Alpaca Yak Silk Lace

Mýkt hefur verið færð upp á annað stig! Baby Alpaca, mjög fín merínó ull, yak ull og silki. Þessi blanda er óviðjafnanleg.

Þetta handlitaða garn er í lace grófleika og er ekki superwash meðhöndlað. Hver hespa er 50g og 400m. Þetta er sannkallað lúxusgarn sem þarf að komast í eitthvað alveg sérstakt verkefni eða á gull-hilluna í stassinu þínu.

Hjálpartæki prjónalífsins

Allt sem þú þarft við prjón og hekl. Allt gæðavörur og flest hannað- og prjónamerkin handgerð hjá Vatnsnes Yarn.

Handlitað óspunnið garn

merínó ull  og merínó + silki