BLEIKUR OKTÓBER

Ný húfa, vettlingar og garn

Vetrarvettlingar eftir Guðlaugu, Afleggjarinn vettlingar eftir Eddu og Bleika húfan eftir Arndísi eru splunkunýjar uppskriftir sem þú getur núna keypt og í leiðinni styrkt baráttuna gegn krabbameini en allur ágóði af sölu uppskriftanna rennur í sjóðinn. 20% af ágóða af sölu garnsins og alls bleiks garns á þessum vef fer líka í sjóðinn!

BLEIKUR OKTÓBER

Við (nokkrar úr Handlitarasambandi Íslands) ákváðum að gefa hluta (20%) af ágóða sölu á bleiku garni til krabbameinsátaksins sem er í gangi núna. Frá bleika deginum ( 16. okt. ) og út október 2020 getur þú hjálpað okkur að safna með því að kaupa bleikt garn ♥
Hér hjá Vatnsnes Yarn eru til margar gerðir af garni og margir bleikir litir.
BJART YFIR JÓLUM

JÓLALITUR 2020

Jólalitur ársins 2020 heitir Bjart yfir jólum. Hann er hægt að fá á þremur gerðum af sokkagarni. Merino Nylon Sock (75/25 merino/nylon), Perfect Sock (80/20 merino/nylon) og Merino Nylon DK (75/25 merino/nylon). Þú nærð í tvö sokkapör úr Merino Nylon Sock og Perfect Sock en þeim fylgir svo ein rauð mini hespa meðan birgðir endast. Svo nærðu í eitt sokkapar úr Merino Nylon DK (það fylgir ekki mini hespa með Merino Nylon DK). Og svo er ekki bannað að gera eitthvað annað en sokka úr því ; )
já eða nei?

UMFERÐASPILIÐ

Spilið er hið mesta þarfaþing þegar samviskusemin ætlar yfir allt að ganga. Þú getur spurt JÁ/NEI teninginn hvort það sé ekki bara í lagi að byrja á nýju verkefni eða hvort það sé ekki í lagi að þú prjónir dulítið lengur og einhver annar taki uppvaskið. Umferðateningurinn ræður hvað þú mátt taka margar umferðir áður en þú lætur undan samviskunni og ferð í þvottafjallið eða að sofa því klukkan er þegar orðin 03. Þetta er líka hin besta gjöf til allra sem elska garn!
allt er þegar þrennt er

ÞRJÁR 50g HESPUR

Þrjár indælar 50g hespur af handlituðu garni frá Vatnsnes Yarn. Hver hespa er ss 50g/200m. Það eru því alls 600m að moða úr. Það gæti verið miðlungsstórt sjal, 2 - 3 pör af vettlingum í tveimur eða þremur litum, 2 til 3 sokkapör, sem kontrast litir í önnur verkefni og húfur svo eitthvað sé nefnt. Settin getur innihaldið Merino Fingering og/eða BFL Fingering. Hvorttveggja sami grófleiki, hvorttveggja 100% ull.
tvær vinkonur

TVÆR SAMAN

Sett sem innihalda 2 x 100g hespur af handlituðu garni sem tilvalið er að nota í sjal sem kallar á garn sem hefur töluverðan kontrast í litum, sem dæmi Vörðuklett eftir Dagbjörtu, sem er vinsæl uppskrift um þessar mundir, eða Vorlilju eftir Auði, Aðdragandi eftir Eddu Lilju eða Fyrir mömmu eftir Arndísi.. svo fátt eitt sé nefnt.
dísess.. jóladót núna ?

JÓLALEGIR LITIR

hjálpartæki prjónalífsins

ÁHÖLD & VERKFÆRI

falleg og vönduð hjálpartæki prjónalífsins

AF BLOGGINU