samprjón sem byrjar 26. des á vegum Stephen West

HIBERKNITALONG

Hiberknitalong er samprjón sem hefst 26. desember. Samprjónið er á vegum Stephen West og prjónað verður sjal. Ég setti saman nokkur sett sem passa fyrir þetta indæla samprjón. Allar upplýsingar um sjálft samprjónið er að finna á Ravelry.

Gjafakort

5.000 kr.20.500 kr.
FULLKOMIN GJÖF

Gjafakort Vatnsnes Yarn

Gjafakortin frá Vatnsnes Yarn eru glimrandi góð gjöf handa garnóðum!
Kortin er hægt að fá útprentuð í umslagi eða send rafrænt til að prenta heima eða áframsenda á viðtakandann.
já eða nei?

UMFERÐASPILIÐ

Spilið er hið mesta þarfaþing þegar samviskusemin ætlar yfir allt að ganga. Þú getur spurt JÁ/NEI teninginn hvort það sé ekki bara í lagi að byrja á nýju verkefni eða hvort það sé ekki í lagi að þú prjónir dulítið lengur og einhver annar taki uppvaskið. Umferðateningurinn ræður hvað þú mátt taka margar umferðir áður en þú lætur undan samviskunni og ferð í þvottafjallið eða að sofa því klukkan er þegar orðin 03. Þetta er líka hin besta gjöf til allra sem elska garn!
hjálpartæki prjónalífsins

ÁHÖLD & VERKFÆRI

falleg og vönduð hjálpartæki prjónalífsins

AF BLOGGINU