Algengar spurningar

Ég keypti of fáar hespur, hvað er til ráða ?

Hafðu bara samband. Það er alveg möguleiki að ég eigi til það sem vantar uppá eða að ég geti litað fyrir þig. 

Mæli með að nota þessa aðferð þegar prjónað er úr handlituðu garni, leiðbeiningar á Youtube.

Getur þú undið garnið fyrir mig?

Því miður ekki. 

Get ég skilað því sem ég keypti?

Já, innan 30 daga frá móttöku vöru er þér er velkomið að skila eða skipta vöru sem þegar er greidd.

Vörur sem ekki er hægt að skila eða skipta:

Niðurhlaðanlegar vörur (eins og uppskriftir)
Útsöluvörur
Gjafakort

Skila vöru:

Þú þarft að skila vörunni í upprunalegum umbúðum innan 30 daga frá móttöku til þess að fá hana endurgreidda. Vara í rofnum umbúðum eða vara sem við metum óseljanlega af einhverjum ástæðum fæst ekki endurgreidd.

Sendingarkostnaði varðandi vöru sem skilað er, er mætt af kaupanda nema ef um alvarlegan framleiðslugalla er að ræða, þá greiðist sendingargjald af okkur.

Hafðu samband

Þér er velkomið að hafa samband. Þú getur sent tölvupóst á yarn@vatnsnesyarn.is eða notað formið.

Þú getur einnig hringt eða sent sms í síma 655 9052 (á skrifstofutíma) eða sent mér skilaboð á Instagram

Ef þú hefur áhuga, geturðu skráð þig fyrir fréttabréfinu frá mér, annað hvort hér neðst á síðunni eða með því að smella hér.