Skipt um garn

Þetta eru í raun og veru tvær reiknivélar, önnur þeirra er fyrir lykkjufjöldann (efri í þessum bloggpósti ) og hin fyrir umferðirnar (neðri). Getur verið hentugt ef þú vilt prjóna eftir uppskrift þar sem gefinn er upp Álafoss lopi en þú vilt prjóna úr Léttlopa. Eða, ef þú vilt prjóna húfu þar sem uppskriftin gerir ráð fyrir DK grófleika en þú vilt prjóna í fingering, eða öfugt. Auðvitað þarf að aðlaga allt munstur sé það til staðar að nýjum lykkju og umferðafjölda en þetta er snilldar hjálpartæki prjónalífsins.

Til þess að geta notað reiknivélarnar verður þú að gera prjónfestuprufu. Sorry! Það er bara algjör nauðsyn og ef allt á að vera slétt og fellt þá væri lang best að þvo og blokka prufuna líka. Ég er ekki 100% viss en ég geri sterklega ráð fyrir að prjónfestuprufa sem gefin er upp í uppskriftum sé þvegin og blokkuð. Þú veist, til að fá sem sannastan samanburð.

Lykkjufjölda reiknivél

Slærð s.s fyrst inn lykkjufjölda skv. uppskrift, t.d uppfit á bol, eða uppfit á ermi, húfu, vettling. Svo slærðu inn uppgefinni prjónfestu á 10x10cm, skv. uppskrift, þá þína eigin prjónfestu á 10x10cm. Neðst birtist svo lykkjufjöldinn sem þú getur haft til hliðsjónar þegar þú fitjar upp með nýja garninu.

Umferðafjölda reiknivél

Sama hér, slærð inn umferðafjölda skv uppskrift, t.d í munstri. Svo slærðu inn umferðafjölda sk. uppgefinni prjónfestu í uppskrift á 10x10cm, þá þína eigin prjónfestu á 10x10cm og færð út nýjan umferðafjölda.