Merino DK – til á lager

Merino DK er yndismjúk merínó ull í DK grófleika, sem mann langar bara til að hjúfra að sér. Peysur, djúsí sjöl, treflar og kragar, barnateppi, húfur og kósýsokkar eru allt dæmi um það sem þú getur notað Merino DK í.

Merino Fingering – til á lager

Merino Fingering er mjúkt, lipurt og prjónast / heklast einstaklega vel. Sérlega gott í heimferðasett, barnaföt, sjöl, húfur, vettlinga, toppa, boli, peysur og flíkur sem eiga að liggja næst húðinni.

True Merino Fingering – til á lager

True Merino Fingering er hrein merínó ull, unnin á ábyrgan máta (eins og allt garn frá Vatnsnes Yarn) og hefur ekki verið superwash meðhöndluð. Sérlega gott í heimferðasett, barnaföt, sjöl, húfur, vettlinga, toppa, boli, peysur og flíkur sem eiga að liggja næst húðinni.

Perfect Sock – til á lager

Perfect Sock er mjög gott sokkagarn, 80% merínó ull og 20% nylon gera garnið að mjúku en í senn mjög endingargóðu garni, sem hentar með eindæmum vel í sokka – en einnig í sjöl, peysur, toppa, trefla, þunna vettlinga.. eða hvaðeina þú ætlar að prjóna eða hekla.