Heima er best
1.000 kr.
Yndislega fallegt sjal eftir Sandra Granquist. Sjalið er prjónað úr Merino Silk en silki innihaldið gefur mjúkri merínó ullinni sérlega fallegan gljáa og gerir að sjalið leggst mjög vel.
Hægt er að fá pakka með garni og þessari uppskrift
Upplýsingar:
Garn: Merino Silk frá Vatnsnes Yarn eða annað garn í fingering grófleika
Litir í sýnishornum: Kaffi (brúna sjalið), Septemberhiminn (bláa sjalið).
Grófleiki garns: Fingering
Prjónfesta: 22 L / 34 umf. á 10 x 10cm á prjóna nr. 3,5mm
Stærðir: Ein stærð
Þessa uppskrift færð þú á pdf skjali í tölvupóstfangið sem þú gefur upp við kaup. Þegar þú skráir þig sem notanda á www.vatnsnesyarn.is geturðu alltaf skráð þig þar inn aftur til þess að sækja uppskriftina og hefur yfirlit yfir kaup þín. Engar persónulegar upplýsingar sem gefnar eru upp við kaup eru notaðar í neinum tilgangi nema til þess að senda uppskriftina. Netfang er ekki sjálfkrafa sett á fréttabréfslista Vatnsnes yarn, en þú getur skráð þig á listann hér ;)
Uppskriftin er til einkanota, þ.e henni má ekki deila undir neinum kringumstæðum.
Aðferð | |
---|---|
Tegund | |
Gerð |
Stök uppskrift |
Hönnuður |