Verkefnapoki – handsaumaður

Svalur verkefnapoki handsaumaður af yours truly (mér, hér hjá Vatnsnes Yarn 🙂 ). Enginn annar nákvæmlega eins í öllum heiminum.

Hér hafa buxur, efnisafgangar, tvinnar síðan í gamla daga og hinir og þessir bútar sem annars hefðu þjónað hlutverki landfyllingar eða annarskonar rusls fengið tilgang. Tilgangurinn er göfugur að sjálfsögðu enda er það sem þú ert að búa til eitt það mikilvægasta! Og hér er þá kominn verkefnapoki sem eitt sinn var sjálfur verkefni í öðrum verkefnapoka, reiðubúinn til starfa fyrir þig!

  • Verkefnapokinn er 25cm x 40cm.
  • Passar fyrir 3 hespur.
  • Einn rassvasi innaní.
  • Lokast með snúru efst.

 

5.499 kr.

1 stk til

SKU: VERKEFNA-02