Verslanir og hönnuðir

Markmið mitt er að veita hannyrðafólki hágæða efnivið í næsta verkefni. Þessvegna hef ég áhuga á heildsöluviðskiptum við metnaðarfullar garnbúðir sem einnig hafa að leiðarljósi að bjóða faglega unnið garn til sinna viðskiptavina.

Ég býð ríkulegt úrval af fallegum litum. Vinnustofan mín er í Skrúðvangi á Laugarbakka í Húnaþingi vestra. Þar handlita ég ýmsar tegundir af garni, svo sem merínó ull, BFL ull, silki og kasmír sem hentar vel í handprjónaðar flíkur, í hekl, vefnað og jafnvel útsaum.

Ég vel hráefnið af kostgæfni. Hvergi í ferlinu hafa dýr eða manneskjur þurft að þjást og hvergi í ferlinu er gengið á náttúruna. Ég býð bæði uppá superwash meðhöndlaða ull og hreina ull. Superwash meðhöndlaða ullin okkar er meðhöndluð á náttúruvænan máta (með eftirfarandi vottunum: EU Flower og  OEKO-TEX 100).

Ef þú hefur áhuga á að bjóða þínum viðskiptavinum uppá garn frá Vatnsnes Yarn, þá máttu endilega vera í sambandi í gegnum formið hér á síðunni.

Hönnuðir

Ég hef einnig mikinn áhuga á samstarfi við textílhönnuði, fatahönnuði og aðra sem setja fram uppskriftir af flíkum úr garni. Samstarfið fer yfirleitt fram í einhverskonar „garnstuðningi“. Ef þú hefur áhuga á að nota Vatnsnes Yarn í þína hönnun, fylltu þá endilega út formið og ég verð svo í bandi.