Merino Silk Yak DK by Vatnsnes Yarn
4.290 kr.
Merino Silk Yak DK er með öllu gordsjöss! Merino ull, silki og jakuxa ull er svakaleg blanda og algjört lúxusgarn. Þetta band hangir með eindæmum vel þegar prjónað hefur verið úr því, er skínandi fagurt, mjúkt og yndislegt í peysur, húfur, vettlinga, djúsí sjöl og trefla. Grunntónninn í ólituðu bandinu er mun dekkri heldur en á t.d hreinni merínó ull, en brúnn undirtónninn gefur öllum litum góða dýpt og á móti kemur silkið og gefur garninu fallegan skínanda.
Upplýsingar
Garn: 60% merino ull (sw) + 20% silki + 20% yak
Þyngd: 100g
Lengd: 212m
Uppbygging: 4ply
Grófleiki: DK
Tillaga að prjóna/nála stærð: 3.0mm – 4.5mm. Minni prjónar fyrir þéttara prjónles.
Þvottaleiðbeiningar: Handþvottur uppúr volgu/köldu vatni. Leggið flatt til þerris.
Vottun: Þessi garngrunnur ber OekoTex Standard 100 vottun.
Prjónfesta
Á prjóna númer 3.75mm: 21L og 32 umf
WPI: 18.
4 stk til
Garn | |
---|---|
Grófleiki |
DK |
Meðhöndlun | |
Metrafjöldi í hespu | |
Spunatrefjar | , , |
Þyngd | |
Vottun |