Vetrarvettlingar eftir Guðlaugu, Afleggjarinn vettlingar eftir Eddu og Bleika húfan eftir Arndísi eru splunkunýjar uppskriftir sem þú getur núna keypt og í leiðinni styrkt baráttuna gegn krabbameini en allur ágóði af sölu uppskriftanna rennur í sjóðinn. 20% af ágóða af sölu garnsins og alls bleiks garns á þessum vef fer líka í sjóðinn! Við erum að safna út október.

Margt smátt gerir eitt stórt og allt skiptir máli!

Settin sem við útbjuggum eru tvö

Annarsvegar sett með 2 x ca 70g Merino DK hespum í litunum Hot Stuff og Goddess (nýjir litir) þar sem þú getur valið að kaupa með annaðhvort vettlinga, húfu eða báðar uppskriftir. Þú getur líka valið að kaupa bara uppskrift. Garnið dugar í aðrahvora uppskriftina en þú veist.. báðar uppskriftir eru fullkomnar fyrir DK afganga og upphæðin rennur í gott málefni. Þú gætir líka keypt 100g hespur og gert báðar uppskriftirnar, finnur alla liti og líka þessa nýju á Merino DK.

Hitt settið inniheldur 2 x 50g hespur af Merino Nylon Sock og val um að kaupa uppskriftina Afleggjarinn með eða bara uppskriftina. Þessir vettlingar eru með öllu sætustu vettlingar á jörðinni!

Hversu mikið garn er til ?

Almennt séð á ég nóg af garni og get litað þesssa liti á öllum garngerðum sem eru til á lager og litirnir eru listaðir á. Eina sem ég á ekki mikið af er Merino DK í 70g hespum, það sett er því búið þegar það er búið. En auðvitað væri alveg hægt að nota afgangana sína eða kaupa 100g hespur ;)

Það er Kristín sem ritar - lýsandi stikkorð:

handlitari + vefhönnuður + útgefandi // listrænn stjórnandi + fjölástríðufullur prjónari // þverflautuleikari + tilfallandi klúðrari // fylgjumst að á Insta @vatnsnesyarn.kristin

Leave A Comment

Fleiri bloggpóstar