33.120 kr.

Aðventudagatalið frá Vatnsnes Yarn árið 2023 inniheldur handlitað garn frá Vatnsnes Yarn, uppskrift að prjónuðu sjali eftir Eddu Lilju og hluti sem tengjast prjóni og/eða hekli. Það eru 640g af garni í dagatalinu, hluta af því geturðu notað í sjalið sem uppskriftin er að og hinn hlutann er hægt að nota í hvað sem er annað, gott að garn rennur ekki út 😉

Til þess að auka á tilhlökkun og gleði á aðventunni verða á tilfallandi dögum lítil leyndarmál í pakkanum, alltaf eitthvað sem tengist prjóni/hekli og því að njóta ♥.

Aðventudagatalið árið 2023 hefst 1. desember. Opnaður er pakki á hverjum degi fram til aðfangadags. Garnið í dagatalinu frá Vatnsnes Yarn er í grófleika sem passar almennt séð fyrir prjóna númer 2.25mm – 3.5mm.

Fram til 31. ágúst 2023 gildir forpöntunarafsláttarverð (15% afsláttur)! Eftir það er aðventudagatalið á fullu verði.

Afhending/sending er í nóvember 2023. Sendingargjald innanlands er innifalið í verðinu.

Hvert dagatal inniheldur persónulega kveðju, stílað á nafn. Ef dagatalið er keypt sem gjöf, endilega takið fram nafn þess sem mun njóta, hægt að skrifa það inn sem athugasemd í greiðsluferlinu eða senda mér skilaboð með tölvupósti á kristin@vatnsnesyarn.is.

Uppselt

Óskalisti

Categories:

Upplýsingar

Þetta aðventudagatal inniheldur handlitað garn frá Vatnsnes Yarn, uppskrift að prjónuðu sjali eftir Eddu Lilju og hluti sem tengjast prjóni og/eða hekli.

Garnið í aðventudagatalinu frá Vatnsnes Yarn er handlitað garn í grófleika sem er fyrir prjóna 2.25mm – 3.5mm.

Kannski viltu skoða þetta líka:

Fréttabréf! Það er afsláttur í boði fyrir nýja áskrifendur, af fyrstu kaupum

Fréttabréfið getur innihaldið garnsögur, einhverskonar fróðleik, tilboð til áskrifenda og tilkynningar sem mér finnst mikilvægt að þú vitir af

Title

Go to Top