Bleikur október 2025 – allur pakkinn

Bleikur október 2025 – allur pakkinn

Það er BLEIKUR OKTÓBER! Allir sem hjálpa okkur að safna með því að kaupa garnið, prjónamerkin og/eða uppskriftina fara í pott sem dregið verður úr í enda október en verðlaunin koma frá Vatnsnes Yarn.

Allur ágóði af sölu rennur í átakið Bleikur október.

Hér gefur að líta framlag Vatnsnes Yarn og Guðlaugar Júlíusdóttur í söfnunarátakið Bleikur október. Garnið er handlitað og prjónamerkin handgerð af Kristínu hjá Vatnsnes Yarn og Guðlaug hannaði svo vettlingana, sem bera nafnið Frost. Pakkinn fer á 10.900kr.

Í þessum pakka eru tvær 100g hespur af BFL Nylon DK í litunum Núna og Elja, útprentuð uppskriftin að vettlingunum og eitt bleikt túlípana framvindumerki.

 

10.900 kr.

Litað eftir pöntun - vinnslutíminn er 10-14 virkir dagar.

SKU: BLEIKUR-25-ALLT