Fjölbreytileika- og inngildingarstefna

Hjá Vatnsnes Yarn viljum við ýta undir að fólk (ég, þú, við öll) upplifi sig tilheyra án aðgreiningar.

Mismunun af hvaða tagi er því ekki liðin. Þar á meðal en ekki takmarkað af er mismunun eftir: kynþætti, þjóðernisuppruna, uppruna, kyni, kynhneigð, aldri, félagslegri stöðu, líkamlegri getu eða eiginleika, trúarskoðunum né stjórnmálaskoðunum.

Allt efni sem sett er fram á þessum vef og öll persónuleg framkoma okkar hjá Vatnsnes Yarn ehf endurspeglar þetta.

Framsetning efnis

Allt efnið sem sett er fram af Vatnsnes Yarn er til þess ætlað að vera neytanda þess til gagns og gamans. Með efni er átt við færslur, myndir og myndbönd, bæði hér á þessari vefsíðu, í fréttabréfinu sem og á samfélagsmiðlum Vatnsnes Yarn.

Bróðurpartur alls efnis sem gefið er út af Vatnsnes Yarn fjallar um garn, prjón, hekl eða handavinnu hverskonar.

Ábendingar

Allar ábendingar eru velkomnar. Þær má senda á kristin@vatnsnesyarn.is. Allar ábendingar um rangfærslur verða rannsakaðar og birt leiðrétting sé um leiðréttingu að ræða.

Stefna síðast uppfærð 24.09.2024