Korter í jól

Korter í jól

Þetta er pakki sem þú getur notað til þess að prjóna sjalið Korter í jól.

Í þessum pakka má finna þrjár 100g hespur Perfect Sock og eina 50g hespu Alpaca Yak Silk Lace

Uppskriftina kaupir þú til dæmis hér eða á Ravelry.

Nánar um uppskriftina að Korter í jól.

Korter í jól sjalið eftir Eddu Lilju er upphaflega hannað fyrir aðventudagatal Vatnsnes Yarn árið 2018. Fyrst um var að ræða aðventu prjón þá er sjalið hannað þannig að það er auðvelt að prjóna það á meðan setið er á kaffihúsi í góðra vina hópi eða yfir uppáhalds myndinni.

Sjalið sjálft er hinsvegar ekki jólasjal þanniglagað séð og passar þessvegna við hvert tækifæri. Virkilega klæðilegt sjal og skemmtilegt að prjóna.

Upplýsingar:

Garn: Perfect Sock + Kid Mohair Lace frá Vatnsnes Yarn
Litir í uppskrift: Litur A = Walnut 20g, litur B = Miss Earth, litur D = Var hann að vaga.(allt Perfect Sock). Litur C = Olive (Kid Mohair Lace, eða Perfect Sock).
Grófleiki garns: Fingering grófleiki
Prjónfesta: 17 L á 10cm
Prjónastærð: 4.0mm (amk 60cm hringprjónn)
Stærðir: Ein stærð. Um 180cm vænghaf, um 50cm niður miðju.

15.660 kr.

1 stk til

Upplýsingar um vöru
SKU: KORTER-I-JOL-4
Vöruflokkar: