Merino Nylon DK með gylltum glitþræði. Frábært í sokka þar sem merínó ullin er styrkt með næloni og verulega skemmtilegt að nota glitgarn í munsturbekki í peysum, í leikskólavettlinga fyrir glimmerglaða og svo má ekki gleyma að poppa upp sjölin með smá gyllingu.
Garn: 75% merinó ull (sw) + 20% nylon + 5% stellina
Þyngd: 100g
Lengd: 212m
Uppbygging: 4ply / DK
Tillaga að prjóna/nála stærð: 3.5mm – 4.5mm
Þvottaleiðbeiningar: Handþvottur uppúr volgu/köldu vatni eða léttur hringur í vél. Leggið flatt til þerris.
Prjónfesta
Prjónað slétt: á prjóna númer 3.75mm: 19L og 36 umf
WPI: 14
3.890 kr.
Litað eftir pöntun - vinnslutíminn er 10-14 virkir dagar.
“Markmið mitt með því að hanna liti og litasamsetningar og koma þeim í form á garni er að færa prjónurum og heklurum einstakan, gæða efnivið í næsta verkefni.”
12:00 til 14:00 alla virka daga. Utan þess eftir samkomulagi.