Textured Knits
7.890 kr.
Textured Knits er vandlega valið safn af nútímalegum og tímalausum prjónauppskriftum. 20 heillandi uppskriftir sýna margvíslegar og snjallar leiðir til að sameina ólíkar áferðir, svo sem kaðlaprjón, litamynstur og útsaum. Bókin er fallega og faglega myndskreytt, uppskriftirnar klassískar sem gerir þessa bók einstaklega eigulega. Bókin er á ensku.
Frá útgefanda:
Bókin inniheldur peysur, gollur, sjöl og eitt par af sokkum. 20 heillandi uppskriftir sýna margvíslegar og snjallar leiðir til að sameina ólíkar áferðir, svo sem kaðlaprjón, litamynstur og útsaum. Afraksturinn er fjölbreyttar flíkur sem einkennast af einstaklega fallegum, en þó fíngerðum, smáatriðum. Í sannkölluðum Laine-stíl eru flíkurnar ljósmyndaðar og kynntar á fallegan hátt, sem gerir að þessi bók verður sannkölluð klassík.
Paula Pereira er brasilísk prjónihönnuður og býr nú í Luanda í Angóla ásamt eiginmanni sínum. Paula fær stöðugan innblástur úr áferðum, litum og mynstrum úr umhverfi sínu, einkum í byggingarlist og list, sem hún umbreytir síðan í lykkjur. Textured Knits er fyrsta bók hennar.
3 stk til
Textured Knits er gefin út af Laine Publishing, sem staðsett er í Finnlandi.
Aðferð | , |
---|---|
Hönnuður | |
Útgefandi |