Tiny Friends
5.490 kr.
Sætar kindur sem komast fyrir í lófa þínum, krúttleg tígrisdýr minni en tebolli og örlítil kengúra með enn minni unga — allt galdrast fram í litríkum „bútasaum“ úr garnafgöngum og fær þannig sinn einstaka sjarma. Verður bara ekki krúttlegra! Bókin er á ensku.
Frá útgefanda:
Tiny Friends: A Guide to Mosaic Embroidery er bók um hvernig hægt er að búa til litrík leikföng með mósaíkútsaumi, aðferð sem hin japanska listakona Tomomi Mimura þróaði. Í þessari bók kynnir hún lesandanum 13 dýrategundir. Með ítarlegum ljósmyndum, teikningum og skref-fyrir-skref leiðbeiningum sýnir Tomomi hvernig á að sauma og setja saman dásamleg tuskudýr og fingrabrúður sem gleðja og veita innblástur.
Mósaíkútsaumur byggir á einföldum útsaumssporum — allt sem þú þarft til að byrja er útsaumshringur, smá efni, garn, nál og skæri! Aðferðin er fullkomin til þess að nýta jafnvel allra minnstu garnafganga.
Tomomi Mimura er japanskur útsaumslistamaður, hvað þekktust fyrir mósaíkútsaum sem hún þróaði út frá grunnsporunum í útsaumi. Hún hefur gefið út þrjár afar vinsælar bækur í heimalandi sínu, Japan, sem selst hafa í tæplega 100.000 eintökum. Tiny Friends: A Guide to Mosaic Embroidery er fyrsta bók hennar sem kemur út á ensku.
3 stk til
Tiny Friends er gefin út af Laine Publishing, sem staðsett er í Finnlandi.
Aðferð | |
---|---|
Hönnuður | |
Útgefandi |