Upplýsingar
True Merino Fingering, sem ekki er superwash meðhöndlað, er handlitað garn frá Vatnsnes Yarn. Þetta garn inniheldur fíngerða merínó ull sem er virkilega mjúk viðkomu. True Merino Fingering er fjögurra-þráða (4ply) og í fingering grófleika.
Pantanir
Þú getur pantað þetta garn í því magni sem þú þarft en það kemur fram hve margar hespur eru til litaðar á lager. Þú færð alltaf garn úr sömu litun ætlir þú að panta fleiri en til eru litaðar á lager, þ.e allar hespurnar verða í sama lotunúmeri.
Vinnslutími fyrir pantanir umfram það sem til er litað, er 10 – 14 virkir dagar. Þú færð tilkynningu með tölvupósti þegar ég hef hafist handa við að lita fyrir þig 🙂