Garn2018-08-17T13:39:30+00:00

Garnið

Garnið sem Vatnsnes Yarn flytur inn er allt saman gæðagarn sem spunnið er úr hráefni sem aflað er á ábyrgan hátt, bæði hvað varðar manneskjur, dýr og móður jörð. Hrein organic merínó ull, superwash merínó ull sem og blöndur af merínó, nælon, silki, kasmír, hör, og baby alpaca er að finna hjá okkur.

Nánar um hverja garngerð

Hér eftir fer nánari lýsing á hverju garni fyrir sig, innihaldi þess og eiginleikum. Fínasti grófleikinn fyrst, grófasti síðast. Til þess að kaupa garn skoðarðu litina og velur garngerð úr listanum við hvern lit.

Angel Lace

Angel Lace er algjörlega himneskt lace / gataprjóns garn. Baby alpakka ullin er eitt það mýksta sem fyrir finnst. Bættu við silki og kasmír ull og þá ertu komin/n með fyrrnefnda himnesku blöndu. Á hespunni eru ríkulegir 800 metrar. Angel Lace hentar vel í flíkur sem sitja næst húðinni, sem aukaþráður við annað grófara garn, tvöfalt fyrir aukinn þéttleika og í hvaða lace / gataprjóns verkefni sem er.

Garn: 70% baby alpaca + 20% silki +10% kasmír
Þyngd: 100g
Lengd: 800m
Uppbygging: 2ply / Lace
Tillaga að prjóna/nála stærð: 1.25mm – 2.5mm eða eftir hve gisið prjónlesið á að vera
Þvottaleiðbeiningar: Handþvottur úr köldu. Leggið flatt til þerris.

Super Lush Sock

Þetta garn er silkimjúk blanda af fínni merínóull og silki. Garnið er þveggjaþráða (2ply), fingering/lace þykkt og þéttsnúið (high twist). Silkið gefur garninu nettan gljáa og er það fullkomið fyrir sjöl hverskonar eða í toppa og léttar peysur.

Garn: 80% Superwash merínó ull + 20% silki
Þyngd: 100g
Lengd: 365m
Uppbygging: 2ply / lace/fingering – þéttsnúið
Tillaga að prjóna/nála stærð: 2.5mm – 4.0mm
Þvottaleiðbeiningar: Handþvottur uppúr volgu/köldu vatni. Leggið flatt til þerris.

Silky Singles

Silky Singles er mjög spennandi blanda af 70% merínó ull og 30% silki. Garnið er einþráða / einband (1ply), létt garn. Fullkomið í sjalaprjón og t.d gataprjóns vettlinga og trefla.

Garn: 70% merinó ull (superwash) og 30% silki
Þyngd: 100g
Lengd: 400m
Uppbygging: 1ply / fingering/sock
Tillaga að prjóna/nála stærð:  2.5mm – 4.5mm
Þvottaleiðbeiningar: Handþvottur uppúr volgu. Leggið flatt til þerris.

Merino Cashlux

Silkimjúk blanda af merínó ull, silki og kasmír. Garnið prjónast með eindæmum vel og hefur fallegan hrynjanda. Silkið gefur nettan glans og kasmír ullin extra mýkt.

Garn: 70% Superwash merínó ull + 20% silki + 10% kasmír
Þyngd: 100g
Lengd: 400m
Uppbygging: 3ply / lace/ light-fingering
Tillaga að prjóna/nála stærð: 2.5mm – 4.0mm
Þvottaleiðbeiningar: Handþvottur uppúr volgu/köldu vatni. Leggið flatt til þerris.

Soft Sock

100% superwash merínó ull fjögurra-þráða (4ply) sock/fingering þykkt. Garnið er mjúkt, lipurt og prjónast/heklast einstaklega vel. Garnið er mjúkt, lipurt og prjónast/heklast einstaklega vel. Sérlega gott í  sjöl, húfur, vettlinga, toppa/boli og peysur.

Garn: 100% Superwash merino ull
Þyngd: 100g
Lengd: 400m
Uppbygging: 4ply / fingering/sock
Tillaga að prjóna/nála stærð:  3.0mm – 4.5mm
Þvottaleiðbeiningar: Handþvottur uppúr volgu/köldu vatni eða léttur hringur í vél. Leggið flatt til þerris.

Soft Sock Twist

100% superwash merínó ull í þéttsnúnum (high twist) tveggjaþráða dansi. Garnið er  í fingering þykkt og er mjúkt, lipurt og prjónast/heklast einstaklega vel. Gott í þunna sokka, sjöl, húfur, vettlinga, toppa/boli og peysur.

Upplýsingar
Garn: 100% Superwash merino ull
Þyngd: 100g
Lengd: 365m
Uppbygging: 2ply / fingering/sock
Tillaga að prjóna/nála stærð:  3.0mm – 4.0mm
Þvottaleiðbeiningar: Handþvottur uppúr volgu/köldu vatni/ léttur hringur í vél. Leggið flatt til þerris.

Silver Linings

Merínó/nælon blanda með silfurþræði. Garnið er tveggja-þráða (2ply) sock/fingering þykkt.

Garn: 75% Superwash merino ull + 20% nælon + 5% stellina
Þyngd: 100g
Lengd: 400m
Uppbygging: 2ply / fingering/sock
Tillaga að prjóna/nála stærð:  3.0mm – 4.5mm
Þvottaleiðbeiningar: Handþvottur uppúr volgu/köldu vatni eða léttur hringur í vél. Leggið flatt til þerris.

Perfect Sock

Leitið ekki lengra eftir áreiðanlegu sokkagarni. 80% merínó ull og 20% nylon gera garnið að mjúku en í senn mjög endingargóðu garni, sem hentar með eindæmum vel í sokka – en einnig í sjöl, peysur, toppa, trefla, þunna vettlinga.. eða hvaðeina þú ætlar að prjóna eða hekla.

Garn: 80% Superwash merino ull + 20% nælon
Þyngd: 100g
Lengd: 365m
Uppbygging: 2ply / fingering/sock
Tillaga að prjóna/nála stærð:  3.0mm – 4.5mm
Þvottaleiðbeiningar: Handþvottur uppúr volgu/köldu vatni eða léttur hringur í vél. Leggið flatt til þerris.

Merino Cash Sport

Lungamjúk merínó- og kasmírull plús 10% nælon styrking, í sport þykkt. Garnið prjónast einstaklega vel og hentar vel í peysur, vettlinga, húfur, þykka og kósý trefla og grófari sjöl.

Garn: 80% merínó superwash + 10% kasmír + 10% nælon
Þyngd: 100g
Lengd: 262m
Uppbygging: 4ply / Sport
Tillaga að prjóna/nála stærð: 4mm – 5.5/6.0mm
Þvottaleiðbeiningar: Hand- eða vélþvottur upp að 30°C, mælt er með handþvotti. Leggið flatt til þerris.

Superwash DK

100% fín merínó ull, fjögurra-þráða (4ply), DK þykkt garn. Fullkomið fyrir allt frá peysum til heimferðasetta og snöggprjónaðra sokka.

Garn: 100% extra fín merínó ull – superwash
Þyngd: 115g
Lengd: 225m
Uppbygging: 4ply / DK
Tillaga að prjóna/nála stærð: 4mm – 5.5/6.0mm
Þvottaleiðbeiningar: Hand- eða vélþvottur upp að 30°C, mælt er með handþvotti. Leggið flatt til þerris.

Angel DK

Silkimjúkt, létt, hlýtt eru allt orð sem hægt er að nota til þess að lýsa eiginleikum þessa garns. Baby alpakka, silki og kasmír, kallar hreinlega á grófprjónað sjal, trefil, ponsjó, “slouchy” húfu eða peysu.

Garn:70% Baby alpakka + 20% silki + 10% kasmír
Þyngd: 100g
Lengd: 225m
Uppbygging: 4ply / DK/worsted
Tillaga að prjóna/nála stærð:  4.5mm – 6.0mm
Þvottaleiðbeiningar: Handþvottur uppúr volgu/köldu vatni. Leggið flatt til þerris.

Organica DK

100% merínó ull, lífræn, þ.e ekki superwash meðhöndluð ull. Mjúkt garn í DK til létt-Worsted grófleika. Gott í gollur, peysur, húfur, “chunky” sjöl og allt sem heita á kósý.

Garn: 100% merínóull, lífræn
Þyngd: 100g
Lengd: 225m
Uppbygging: 4ply / DK – létt-Worsted
Tillaga að prjóna/nála stærð:  4.5 – 6 eða eftir verkefni / prjónfestu
Þvottaleiðbeiningar: Handþvottur uppúr volgu/köldu vatni, þetta er ekki superwash meðhöndlað garn og verður að handþvo varlega.