Gott að vita

Aðventudagatal Vatnsnes Yarn 2021

Þá fer hver að verða síðastur að panta aðventudagatal frá Vatnsnes Yarn – forpöntunarafslátturinn (15%) gildir út ágúst mánuð, eftir það fullt verð en ég tek við pöntunum til 30. september eða þar til dagatalið er uppselt.

Aðventudagatal ársins 2021 frá Vatnsnes Yarn er hægt að fá í tveimur útgáfum. Annarsvegar dagatal til þess að opna á hverjum degi frá fyrsta í aðventu þann 28. nóvember að aðfangadegi. Með dagatalinu fylgir uppskrift að sjali eftir Eddu Lilju (prjónað), garn í sjalið, meira garn til (alls ca 620g) og svo, til þess að auka á tilhlökkun og gleði á aðventunni verða á tilfallandi dögum lítil leyndarmál með í pakkanum, alltaf eitthvað sem tengist prjóni/hekli og því að njóta ♥.

Hinsvegar er svo minni útgáfa sem er til að opna sirka annanhvern dag frá fyrsta í aðventu að aðfangadegi. Með þeirri útgáfu fylgir uppskrift að sokkum, garn í þá, meira garn til (ca 310g) og á tilfallandi dögum lítil leyndarmál með í pakkanum eins og í því stærra.

Gagnlegar upplýsingar:

 • Garnið í báðum útgáfum af aðventudagatali er garn fyrir prjóna 2.5 til 3.5 (fingering grófleiki).
 • Dagatölin koma í taupokum sem síðan er hægt að nota sem verkefnapoka
 • Varðandi litaval í sjalið sem fylgir stærra dagatalinu, þá verður hægt að velja aðeins liti í það (úr þeim hespum sem í dagatalinu verða – það munu fylgja upplýsingar)
 • Hingað til hefur stærra dagatalið frá Vatnsnes Yarn verið þannig hannað að það er opnað á aðventusunnudögum – í ár er dagatalið með pökkum fyrir alla dagana, en verður einnig pakkað þannig að þeir sem vilja halda sig við sunnudagana, geta gert það
 • Allt í dagatalinu er leyndarmál. Þ.e liturinn á garninu, uppskrift að sokkum (minna dagatal) og sjali (stærra dagatal) og hvað eina annað sem verður þar að finna (oft glingur eða einhverskonar verkfæri er tengjast garni/prjóni/hekli) verður ekki gefið upp fyrirfram. Það er vegna þess að þetta er aðventudagatal og það er til þess gert að auka á tilhlökkun og gleði á aðventunni 🙂
 • Öll dagatöl eru á einhvern hátt persónulega merkt.
 • Afhending/sending innanlands fer fram uppúr 10. nóvember 2021 uppúr miðjum október til útlanda. Sendingargjald innanlands er innifalið í verðinu.
 • Fram til 31. ágúst 2021 gildir forpöntunarafsláttarverð!
author-avatar

Um Kristínu

handlitari + jarðarberjabóndi + vefhönnuður // listrænn stjórnandi + fjölástríðufullur prjónari // móðir + kona + meyja // þverflautuleikari + tilfallandi klúðrari // fylgjumst að á Insta @vatnsnesyarn

2 thoughts on “Aðventudagatal Vatnsnes Yarn 2021

 1. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir skrifar:

  Ég vil endilega panta stærra aðventudagatalið ❤

  1. Kristín skrifar:

   Takk fyrir pöntunina Guðrún 🙂

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *