Hekltákn
Það sem er skemmtilegt við hekl er að það skiptir ekki alltaf máli á hvaða tungumáli uppskrift kann að vera. Ef það fylgir uppskriftinni kort með hekltáknum, skiptir ekki máli hvaða tungumál er notað. Hekltákn eru alþjóðleg og þessi tafla ætti að hjálpa þér við að lesa úr uppskriftum sem settar eru fram með hekltáknum.
Tákn | Lýsing | Tákn | Lýsing |
Keðjulykkja (kl) | Vinna lykkju í aftara band | ||
Loftlykkja (ll) | Vinna lykkju í fremra band | ||
Fastapinni / fastalykkja (fp / fl) | Fastapinni /fastalykkja í aftara band | ||
Hálfstuðull (hst) | Hálfstuðull í aftara band | ||
Stuðull (st) | Stuðull í aftara band | ||
Tvöfaldur stuðull (tvst) | 2 fastapinnar / fastalykkjur í sama spor | ||
Þrefaldur stuðull (þrst) | 3 fastapinnar / fastalykkjur í sama spor | ||
Fjórfaldur stuðull (fjst) | 2 hálfstuðlar í sama spor | ||
Frambrugðinn fastapinni/fastalykkja (fbfp / fbfl) | 3 hálfstuðlar í sama spor | ||
Afturbrugðinn fastapinni/fastalykkja (abfp / abfl) | 2 stuðlar í sama spor | ||
Frambrugðinn hálfstuðull (fbhst) | 3 stuðlar í sama spor | ||
Afturbrugðinn hálfstuðull (abhst) | V spor | ||
Frambrugðinn stuðull (fbst) | tvöfalt V spor með loftlykkju | ||
Afturbrugðinn stuðull (abst) | 2 frambrugðnir stuðlar saman | ||
Frambrugðinn tvöfaldur stuðull (fbtvst) | 2 frambrugðnir tvöfaldir stuðlar saman | ||
Afturbrugðinn tvöfaldur stuðull (abtvst) | Hálfstuðla kross | ||
Takki | Stuðla kross | ||
2f fastapinnar / fastalykkjur saman (úrtaka) | Stuðla kross með loftlykkju | ||
3 fastapinnar / fastalykkjur saman (úrtaka) | Tvöfaldur stuðla kross | ||
2 hálfstuðlar saman (úrtaka) | 2 frambrugðnir stuðlar | ||
3 hálfstuðlar saman (úrtaka) | 2 frambrugðnir stuðlar í kross með loftlykkju | ||
2 stuðlar saman (úrtaka) | Poppkorn með 5 hálfstuðlum | ||
3st saman (úrtaka) | Poppkorn með 5 stuðlum | ||
3 opnir hálfstuðlar saman (ohst) | Y spor | ||
3 opnir stuðlar saman (ost) | Öfugt Y spor | ||
5 opnir stuðlar saman (ost) | Framlengdur fastapinni / fastalykkja | ||
5 opnir tvöfaldir stuðlar saman (otvst) | Öfugur fastapinni / fastalykkja | ||
5 stuðlar í sama spor = skel | Snúinn fastapinni / fastalykkja | ||
2x 2 opnir stuðlar (2x2ost*) | Krullu spor* (bouillon stitch) | ||
2x 3 opnir stuðlar (2x3ost) | Takki gerður í fastapinna / fastalykkju | ||
Opinn takki |
Listinn er ekki tæmandi og táknin geta verið öðruvísi á milli uppskrifta en þessi tákn eru mjög algeng.
*Þessar skammstafanir nöfn hef ég búið til / íslenskað. Ég tek gjarnan á móti upplýsingum um rétt nöfn séu þau til.