Hvar kaupi ég garn frá Vatnsnes Yarn ?
Hér! Þú ert þegar á réttum stað.
Það er sjálfsagt mál að aðstoða þig, þú getur verið í sambandi í gegnum tölvupóst, með skilaboðum í gegnum instagram (facebook líka en frekar Insta) eða í síma 6559052.
Þar sem ég vil endilega vernda standardinn sem ég hef sett mér í framleiðslunni minni, sem er að selja handlitað garn þar sem hvergi í ferlinu hefur verið vegið að velferð manneskja, dýra eða náttúru, þá hef ég frá og með 1. júní 2024 ákveðið að hætta að selja garn í heildsölu til verslana.
Það er því eingöngu hægt að kaupa Vatnsnes Yarn af mér, í þessari netverslun, ef þú kemur við í mini-búðinni minni á vinnustofunni minni á Hvammstanga eða ef ég tek þátt í mörkuðum eins og Garnival, Prjónagleðin á Blönduósi og þess háttar.









