Hvar kaupi ég garn frá Vatnsnes Yarn ?
- Hér! Þú ert þegar á réttum stað.
Það er sjálfsagt mál að aðstoða þig, þú getur verið í sambandi í gegnum tölvupóst, með skilaboðum í gegnum Instagram (Facebook líka en frekar Insta) eða í síma 6559052.
Þar sem ég vil endilega vernda standardinn sem ég hef sett mér í framleiðslunni minni, sem er að selja handlitað garn þar sem hvergi í ferlinu hefur verið vegið að velferð manneskja, dýra eða náttúru, hætti ég að selja handlitað garn í heildsölu í júní 2024.
Ég hef hinsvegarer þann 17. júlí 2025 endurskoðað þessa ákvörðun og hef opnað fyrir heildsölupantanir aftur, en undir öðrum formerkjum. Ef þú átt garnbúð og vilt selja þar garn frá Vatnsnes Yarn þá endilega vertu í sambandi.
Verslanir sem nú þegar hafa Vatnsnes Yarn til sölu eru:
- Þessi vefverslun og á vinnustofunni minni á Hvammstanga
- Sigurbjörg, Bjarkarholti 2, Mosfellsbæ
- Prjónasystur, Víkurbraut 13, Keflavík
Staðsetning
Gengið inn frá Mánagötu, heimilisfangið er Hvammstangabraut 13A, 530 Hvammstangi

