Prjónatákn

Hér fer tafla með prjóna táknum sem oft má finna í mynsturteikningum við prjónauppskriftir. Þessi tákn eru samþykkt prjóna tákn skv. Yarn Council og þau má finna í uppskriftum á íslensku, ensku og fleiri tungumálum. Prjónarar eiga alltaf að skoða vel hvað táknin í hverri uppskrift þýða. Þessi listi er ætlaður til að hafa til hliðsjónar þegar annarsvegar er lesið úr uppskriftum á öðrum tungumálum en íslensku eða þegar þú setur saman þitt eigið mynstur.

Tákn Lýsing Tákn Lýsing
Slétt (sl) á réttu, brugðið (br) á röngu Br á réttu, slétt á röngu
Br á réttu, sl á röngu, á litakorti/munsturteikingu Bobblu/kúlu spor. Er stundum notað fyrir br lykkju.
Prjóna tvær lykkjur saman sl á réttunni br á röngunni Prjóna tvær lykkjur saman br á réttunni, sl á röngunni
Vinstri úrtaka sl á réttu, br á röngu Vinstri úrtaka br á réttu, sl á röngu
Prjóna 3 saman (vinstri úrtaka) sl á réttu, br á röngu Prjóna 3 saman, br á réttu, sl á röngu
Uppsláttur /slá bandi um prjóninn Taka tvær óprjónaðar saman, prjóna eina, steypa tveimur óprjónuðum yfir
Lykkja prjónuð snúin (í aftara band) sl á réttu br á röngu Lykkja prjónuð snúin (í aftara band), br á réttu sl á röngu
Útaukning til hægri Útaukning til vinstri
Prjóna 1 lykkju sl Prjóna 1 lykkju brugðna
Taka eina br lykkju óprjónaða með garn á röngu Taka eina br lykkju óprjónaða með garn á réttu
Engin lykkja Auka úr 1 lykkju í 3
Auka úr 1 lykkju í 4 Auka úr 1 lykkju í 5
Úrtaka, 4 lykkjur í 1 Vinstri úrtaka, 4 lykkjur í 1
Úrtaka 4 lykkjur í 1, lóðrétt Úrtaka 5 lykkjur í 1
Slá bandi uppá tvisvar Fella af