Strikkeåret

Strikkeåret

Jákvæður, lífsglaður fagurkeri og garnelskandi kona með græna fingur!

Við Pálína hjá Strikkeåret eigum margt sameiginlegt, sem dæmi garn, prjón og garðrækt og ákveðið viðhorf til lífsins sem einhvern veginn hefur verið að taka yfir tilveru mína undanfarið árið eða tvö.

Þetta viðhorf snýr að því að allt hafi sinn tíma, allur asinn sé óþarfur og að það að vinna með það sem veitir gleði gerir allt betra, veitir hugarró.

Og þessvegna er það mér heiður að vera í samstarfi við Pálínu.

Samstarfið er win/win dæmi, þar sem Pálína kann vel að meta garnið sem ég framleiði þá hef ég látið hana fá hinar ýmsu prufur til að leika sér með. Í staðinn fæ ég svo ótrúlega fallega kynningu á vörunni minni, Pálína er ljósmyndari að mennt og hefur mjög næmt auga fyrir fegurðinni og það skín svo vel í gegn á myndunum og myndböndunum sem hún býr til.

Þetta hefur Strikkeåret verið að vinna með!