Embroidery on Knits
7.790 kr.
Embroidery on Knits er YNDISLEG bók! Leiðbeiningarnar eru mjög skýrar, allt ferlið útskýrt skref fyrir skref.
Frá höfundi bókar:
„Markmið mitt er að veita þér þekkingu og innblástur“
Gerðu prjónlesið persónulegt og einstakt með einföldum útsaumssporunum: hlý peysa skreytt með litríkum blómum, drekafluga á framhlið peysunnar og vettlingar með plöntum sem vaxa upp eftir handarbakinu. Þessi tímalausa útsaumsbók inniheldur 18 náttúruinnblásin sniðmát, ásamt fjölmörgum gagnlegum ráðum og hugmyndum um hvernig má nýta þau. Embroidery on Knits er ítarleg handbók um nútíma útsaum með og á ull og útskýrir hvert skref í ferlinu — frá skipulagi til lokaafurðar. Hún er bæði innblástur og þekkingarbrunnur fyrir byrjendur sem og reyndari handavinnuhendur.
Uppselt
Þessi bók er gefin út af Laine Publishing sem er útgefandi staðsettur í Finnlandi. Höfundur bókar er Judit Gummlich.
Judit Gummlich er fjölhæf handverkskona sem hefur unnið í búningadeildum leikhúsa í meira en 20 ár. Hún er ástríðufull prjónakona, garðyrkjumaður, býflugnabóndi og náttúruunnandi. Judit býr með eiginmanni sínum, býflugum og tveimur köttum í Hamborg í Þýskalandi. Embroidery on Knits er fyrsta bók hennar.
Prjónauppskriftir fylgja ekki með í bókinni.
Aðferð | |
---|---|
Útgefandi | |
Hönnuður |