Laine Magazine 23 – vetur 2025

4.590 kr.

Í 23. tölublaði (vetur 2025) kynnum við ellefu fallegar prjónauppskriftir ásamt áhugaverðum greinum úr heimi textílsins.

Laine 23, Borealis, vetur 2025. Kallar á að þú takir þér smá tíma bara fyrir þig (sting uppá að geyma símann inní ískáp á meðan bara) með kaffi eða kakó, undir teppi uppí sófa, kertaljós jafnvel og skoðir uppskriftirnar í þessu blaði, sem er eiginlega frekar mjúkspjalda bók, og skipuleggir prjónaverkefni köldustu tíðar ársins.

Tímaritið er á ensku.

Frá útgefanda:

Vetrarhefti okkar, Laine 23, Borealis, leiðir þig út í snæviþakta sveit á einum kaldasta degi ársins. Hlýjar, þægilegar og fallegar prjónaðar flíkur eru algjör nauðsyn fyrir fataskápinn á veturna, eins og heilar peysur í munsturprjóni, húfa með kaðlaprjóni og opin peysa/golla með flottri áferð. Hin róandi kyrrð sem fangast í ljósmyndun þessa tölublaðs sefar bæði hug og skilningarvit.

5 stk til

Vörunúmer: LM-23 Flokkar: , , ,

Laine er alþjóðlegt prjóna- og lífsstílstímarit. Tímaritið er gefið út af Laine Publishing, sem staðsett er í Finnlandi. Hönnuðir í þessu tölublaði: Pablo Aneiros, Kaori Katsurada, Liza Lewis, Hiromi Nagasawa, Sara Ottosson, Camille Romano, Macarena Silva, Lis Smith, Florence Spurling, Vibe Ulrik Søndergaard og Tess Vandekolk.

Aðferð

Útgefandi