Merino Silk DK by Vatnsnes Yarn

Merino Silk DK by Vatnsnes Yarn

Merino Silk DK er með öllu gordsjöss! Merino ull og silki til helminga gerir garnið að algjörum lúxus. Það hangir með eindæmum vel, er skínandi fagurt, mjúkt og yndislegt í peysur, húfur, vettlinga, djúsí sjöl og trefla.

Upplýsingar

Garn: 50% merino ull (sw) + 50% silki
Þyngd: 100g
Lengd: 212m
Uppbygging: 4ply
Grófleiki: DK
Tillaga að prjóna/nála stærð:  3.5mm – 4.5mm
Þvottaleiðbeiningar: Handþvottur uppúr volgu/köldu vatni. Leggið flatt til þerris.
Vottun: Þessi garngrunnur ber OekoTex Standard 100 vottun.

Prjónfesta (m.v 10x10cm)
Á prjóna númer 3.75mm: 22L og 34 umf

WPI: 22.

Umhirða
Þetta garn hreinsar sig svolítið til þess að byrja með. Það liggur í uppbyggingu þess (merino ull og silki) og hvernig það er spunnið. Spunatrefjarnar eru stuttar og tekur lengri tíma en lengri spunatrefjar að bindast. Þessvegna er þetta garn viðkvæmt í fyrstu fyrir hverskonar núningi. Ráðið við þessu er að nota sem dæmi hnökravél til þess að fjarlægja hnökra.

4.290 kr.

4 stk til

Upplýsingar um vöru

Merino Silk DK er handlitað garn frá Vatnsnes Yarn. Þetta garn inniheldur merino ull og silki til helminga. Merino Silk DK er fjögurra þráða (4ply) og í DK grófleika.

SKU: MSDK-03-NN
Vöruflokkar: