Falleg peysa eftir Eddu Lilju sem vel er hægt að sjá sem jólapeysu en alls ekki endilega. Þinur er upphaflega hönnuð fyrir samprjónið Jól í júlí, sem haldið var um sumar 2023.
EFNI
Tillaga að garni frá Vatnsnes Yarn, í þessa peysu:
Ef prjónað er úr tveim þráðum: allt garn í fingering grófleika og allt garn í lace grófleika. Ath að garnið frá Vatnsnes Yarn er í helmingi stærri hespum en uppgefið garn í uppskriftinni. Fingering garn er 100g og lace garn er í 50g hespum.
Ef prjónað er úr einum þræði: allt garn í DK grófleika.
Í uppskrift er mælt með:
Le petit lambswool (50gr/249m) og Le petit silk & mohair (25gr / 210m) haldið saman.
Grænt sýnishorn á mynd er gert úr:
Litur A: Forest green í lambswool og dark green í petit silk haldið saman.
Litur B: Candy bonbon í lambsull og rose grey í petit silk haldið saman.
ÁHÖLD
80cm hringprjónar númer 4.0mm og 5.0mm, eða prjónar sem þarf til að ná prjónfestu.
40cm hringprjónar númer 5.0mm
Sokkaprjónar númer 4.0mm og 5.0mm ef ekki er notuð magic loop aðferðin.
1 prjónamerki fyrir byrjun umferðar
STÆRÐIR OG GARNMAGN
Stærðir: 1 (2, 3, 4, 5, 6, 7, 8)
Brjóstummál (ummál peysu): 85 (93, 102, 110, 119, 129, 139, 149)
Aðallitur: (x2 ef notaðir eru 2 þræðir): 574 (636, 697, 752, 807, 875, 943, 1012)m
Aukalitur: (x2 ef notaðir eru 2 þræðir): 70 (78, 86, 92, 99, 107, 116, 124)m
PRJÓNFESTA
16 lykkjur slétt = 10 cm.
ATHUGIÐ! Prjónastærð er valin út frá prjónfestu. Prjónfestan í þessu verkefni er: 16 lykkjur yfir 10 cm. Ef fast er prjónað er mælt með prjóni nr. 5,5 og ef laust er prjónað er mælt með prjóni nr. 4,5.