Pálína (Strikkeåret) fékk hjá mér garnið Merino Silk DK og litinn sem heitir Blossom. Garnið sjálft er spunnið úr 50% merinó ull og 50% silki. Er því mjúkt eins og hænuungi og hrynjandinn í prjónaðri flík úr þessu er frábær, hangir vel og leggst fallega.
Nafn litarins, Blossom, er tilkomið af því að bleiku tónarnir í litnum minntu mig á blóm, það var eiginlega ekki flóknarar en það!
Pálína valdi að prjóna Sophie scarf uppskrift sem færst hjá Petite Knit. Notaði 2 hespur af Merino Silk Dk í hann og fær úr því góða stærð á léttum trefli.