Garnklúbbur!

Garnklúbbur!

Ég hef nú stofnað 3 tegundir af klúbbum, já, garnklúbbum! Þeir hafa fengið nöfnin FADE, ÞRENNA og UNDUR. Klúbbarnir opna 4 sinnum á ári, nú fyrst í dag 12. janúar og tilheyra klúbbarnir VOR 2026 yfirþemanu.

FADE og ÞRENNA

Í FADE-klúbbnum fyrir komandi vor eru sex hespur af handlituðu garni frá Vatnsnes Yarn í nýjum litum sem sérstaklega eru litaðir fyrir þennan klúbb. Hespurnar færð þú tvær í mánuði yfir gildistíma klúbbsins, sem eru 3 mánuðir.

Í Þrennu-klúbbnum eru svo þrjár hespur af handlituðu garni frá Vatnsnes Yarn, einnig í nýjum litum sem sérstaklega eru litaðir fyrir þennan klúbb. Hespurnar færð þú eina í mánuði yfir gildistíma klúbbsins, sem eru 3 mánuðir.

Það eru 6 litaþemu að velja úr og 6 tegundir af garni. Þú færð að sjá hvað veitti mér innblástur fyrir hvert litaþema en til þess að auka á eftirvæntingu í hversdeginum er hver litur leyndó, kemur skemmtilega á óvart og er eingöngu fáanlegur fyrir meðlimi klúbbsins. SPOILER: það verður ekki bara garn í pakkanum!

Litirnir sem tilheyra þessum klúbbunum mynda á endanum heild, þ.e þeir tilheyra hvorum öðrum, passa saman og því hægt að velja sér verkefni eftir því hvort þú valdir FADE eða ÞRENNU, uppá garnmagn að gera.

UNDUR

Markmiðið með UNDUR klúbbnum er einmitt bara það, undur. Að kveikja í forvitninni, sköpunargleðinni, útsjónarseminni. Taka áskorun og fá í hendur amk 9 hespur af garni sem er einstakt á lit og kynnist mismunandi hráefni.

Allir klúbbar eru sendir einu sinni í mánuði og hvert þema gildir í 3 mánuði. Það er hægt að kaupa klúbbana hvenær sem er á tímabilinu eftir því sem birgðir endast og svo, ef klúbbur er ekki uppseldur verður í boði að kaupa hann í heild sinni þegar tímabilinu er lokið.

Í öllum tilfellum færð þú einstakan og fallegan efnivið í næsta verkefni.

Þú greiðir bara einusinni fyrir sendingu. Ef þú velur fleiri en einn klúbb (gildir einu um hvaða klúbb ræðir) hafðu þá samband og ég sameina í sendingu og endurgreiði mögulegan tvöfaldan sendingarkostnað.

Smelltu á myndirnar hér fyrir neðan og skoðaðu hvern klúbb betur!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Deila þessari færslu

Fleiri færslur