Innblástur fyrir garnklúbba – VOR 2026

Innblástur fyrir garnklúbba – VOR 2026

Vorið er innblásturinn fyrir garnklúbbana sem opna núna 12. janúar og eru sendir út í febrúar, mars og apríl.

Vorið fyrir mér er ekki endilega hið íslenska vor í íslenskri náttúru, enda er það oft á tíðum eitthvað sem bara stendur á dagatalinu. Vorið fyrir mér er huglægt ástand sem stendur fyrir nýtt upphaf, endurnýjun og samþykki fyrir að láta af því sem var, fortíðinni.

Mjúkir pastellitir tilheyra þema 1 í VOR 2026 klúbbunum. Þú velur hvort þú vilt fá 6 hespu fade sett (Fade klúbbur) eða 3 hespur (Þrennu klúbbur).

Vorið kemur hægt en örugglega og mjúklega inn. 

Litaþema 2 í VOR 2026 er aðeins meira áberandi hvað varðar dýpt lita.

Pastellitir tilheyra vorinu. Ljósir litir en líka einstaka litur sem kíkir t.d uppúr jörðinni og lætur ljós sitt skína aðeins skærar og lofar eiginlega að við eigum meira í vændum því það sé jú að koma sumar.

Litaþema 3 í VOR 2026 er bara ljósbleikt og sindrandi, afþví að það er oft staðan.

 

Það má heldur ekki gleyma að vorið er líka þakið snjó sem glitrar og hylur. Blóm kíkja uppúr snjónum og bleik sólarupprás og sólsetur er, vegna þess hve dagurinn er stuttur, auðvelt að njóta.

Litaþema 4 í VOR 2026 er í grænum tónum, annað varla hægt, þegar vorið er íhugað, en að hafa grænt. 

Kaffibolli á svölunum, veröndinni eða í garðinum ? Léttir jakkar og vorverkin allsráðandi.

Litaþema 5 í VOR 2026 er í bláum tónum, heiður himinn kaffibolli á svölunum, veröndinni eða í garðinum ? Léttir jakkar og vorverkin allsráðandi.

Spranga til útlanda ?

Kaffibolli á svölunum, veröndinni eða í garðinum ? Léttir jakkar og vorverkin allsráðandi.

Litaþema 5 í VOR 2026 er í bláum tónum, heiður himinn kaffibolli á svölunum, veröndinni eða í garðinum ? Léttir jakkar og vorverkin allsráðandi.

Spranga til útlanda ?

Litaþema 6 í VOR 2026 er í jarðlitunum. Þeir leika stórt hlutverk þegar snjóa tekur að leysa og í ljós koma allir brúnu tónarnir, rauðbrúnir, gulbrúnir, svarbrúnir. 

Skoðaðu þetta nánar

6 thoughts on “Innblástur fyrir garnklúbba – VOR 2026

  1. Bryndís Bjarnadóttir skrifar:

    Fade klúbbur væri ég til í og litaþemu 6 og 5 ef hægt er að vera með 2 litaþema

    1. Kristín skrifar:

      Sæl Bryndís, sjálfsagt mál, þú pantar þetta hér: https://vatnsnesyarn.is/klubbar/fade/ Þarna er listinn yfir garntegundirnar og velur svo út frá því.

  2. Anna Annesdóttir skrifar:

    Blessuð Kristín er frí heimsending eða þarf ég að nálgast sjálf pakkann ?
    Kv Anna

    1. Kristín skrifar:

      Ég sendi þetta 🙂

      1. Anna skrifar:

        Æji það vantaði í fyrirspurnina hjá mér,athyglin ekki með mér þarna, þetta átti að vera hvort þú sendir frítt heim að dyrum eða hvort við þyrftum að ná í þetta í pósthólf eða fá sent með Drops.
        Kv Anna

        1. Kristín skrifar:

          já þú meinar! það er hægt að velja um bæði póstbox, pósthús eða heimsent 🙂

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Deila þessari færslu

Fleiri færslur