Vettlingastærðir

VETTLINGASTÆRÐIR

Þó svo að margir heklarar og prjónarar virðist vera gæddir sjöunda skilningarvitinu (garnvitinu?) og geti framleitt bæði vettlinga og sokka þannig að passi fullkomið þá getur verið gott fyrir okkur hin að hafa stærðatöflu til hliðsjónar þegar við ákvörðum í hvaða málum vettlingar eiga að vera.

Hér fara því töflur yfir mál vettlinga.

Ummálið er mælt í kringum sverasta part lófans (fyrir ofan þumal), lengdin er mæld frá rót lófans við úlnlið og upp á fingurgóm á lengsta fingri og þumallinn er mældur frá krikanum milli þumals og vísifingurs og uppá fingurgóm þumals.

Barnastærðir

STÆRÐ UMMÁL LENGD ÞUMALL
 1 – 3 ára  13  cm  8 – 10cm  2cm
 4 – 6 ára  15  cm  11 – 12cm  2,5cm
 7 – 8 ára  16  cm  13 – 14cm  2cm

Kvenmannsstærðir

STÆRÐ UMMÁL LENGD ÞUMALL
 XS  16 cm  14 – 15 cm  3 cm
 S   17 cm  15 cm  3 cm
 M   19 cm  16,5 cm  4 cm
 L  21 cm  19 -20 cm 4,5 – 5 cm
 XL  23 – 24 cm  21,5 cm  5 cm

Karlmannsstærðir

STÆRÐ UMMÁL LENGD ÞUMALL
 XS  19 cm  16,5 cm  4 cm
 S  20 cm  18,5 cm  4,5 cm
 M  21,5 cm  19,5 cm  4,5 cm
 L  23 cm  21,5 cm  5 cm
 XL  25 cm  22,5 cm  5 cm