Jóladagatal og aðventudagatal
Hvað ?
Jól?
Já, heldur betur! Jóladagatal og aðventudagatal frá Vatnsnes Yarn er komið í sölu á sérstöku forpöntunarverði! Mikið um upphrópanir en þú veist.. það má alveg ákveða að mega vera spennt/ur fyrir einhverju, leyfa sér að hlakka til, jafnvel eins og barn ♥
Aðventudagatal – OG – jóladagatal ?
Í ár er ég með tvennt í boði.
Annarsvegar hið „hefðbundnda“ (segi hefðbundna bara vegna þess að þetta er 3 árið sem ég er með aðventudagatal af þessari gerð) aðventudagatal. Í því eru 5 pakkar, einn fyrir hvern aðventusunnudag og einn fyrir aðfangadag. Í pökkunum má finna uppskrift að sjali eftir Eddu Lilju, garn í sjalið, meira garn til og eitt og annað leyndarmál sem ekki verður uppljóstrað um hvað er fyrr en þú opnar pakkann þinn.
Það sem hefur verið sem leyndarmál undanfarin ár er m.a prjónamát, málband, nálar í nálahúsi, framvindumerki, prjónamerki, umferðaspil og verkefnapokar.
Hinsvegar er ég með jóladagatal sem inniheldur 24 mini-hespur, ss eina fyrir hvern dag frá 1. desember til 24. desember, reyndar fær 24. des eina stóra (100g) hespu líka, þannig að í jóladagatalinu eru 24 mini hespur, 1 hespa í fullri stærð og svo til þess að auka á tilhlökkunina verða á tilfallandi dögum lítil leyndarmál með í pakkanum, alltaf eitthvað, eins og í aðventudagatalinu, sem tengist prjóni/hekli og því að njóta ♥.
Þetta er ss allt hægt að panta núna, afhending fer fram í nóvember, uppúr 1sta. Forpöntunarafslátturinn gildir til 15. september 2020.
Daginn
Verði þið með aðventu dagatal þetta árið?
Kveðja Kristján